Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í byrjun þáttar voru leikin jólalög og lesið úr gömlum blöðum; sagt frá Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður og Þórarni Jónssyni, Þórarin á Melnum.
Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur fór yfir horfurnar næstu daga.
Eftir Morgunfréttir var Gerður G. Bjarklind gestastjórnandi. Hún rifjaði upp bernskujólin og sagði sögur úr útvarpinu.
Við hringdum í séra Pálma Matthíasson sem ver jólunum á Flórída í Bandaríkjunum. Rætt var um jólahald hér og ytra.
Tónlist:
Í skóginum stóð kofi einn - Sigurður Flosason og félagar,
The christmas song/Jólaljós skært - Sigurður Flosason og félagar,
Jólaljós skært - Jakob Smári Magnússon,
Lofið þreyttum að sofa - Elsa Sigfúss,
Heilög stund og hátíð er um jólin - Kór Langholtskirkju,
Hin eilífa frétt - Ríó tríó,
Hin fyrstu jól - Ingibjörg Þorbergs.



Veðurstofa Íslands.
Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir kynntust árið 1994 þegar þær byrjuðu í Austurbæjarskóla og hafa verið vinkonur síðan þá.
Í þáttaröðinni velta þær fyrir sér hvað „vinkonur“ eiginlega eru – og skoða sérstaklega hvernig vináttan fullorðnast.
Þær grafa upp gömul samskipti sín á milli og afhjúpa ýmislegt sem þær ætluðu aldrei að segja nokkrum lifandi manni.
Fleiri vinkonur koma líka við sögu.
Í þessum þætti kafa vinkonurnar áfram í fortíð sína innan kirkjunnar, velta fyrir sér áhættuhegðun unglinga og hvort þær hafi einhvern tímann tekið almennilega áhættu í lífinu. Við kynnumst hljómsveitinni Kolzýru sem starfrækt var á upphafi þessarar aldar.
Lesari: Ísafold Kristín Halldórsdóttir
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar var gestur okkar þennan aðfangadagsmorgun. Við töluðum þó ekki við hana um stjórnmál í dag, þess í stað töluðum við um jólin og hátíðirnar. Við rifjuðum upp jólahald á hennar æskuheimili, jólahefðirnar og jólamatinn og hvað af því hún tók með sér í jólahaldið með eiginmanni og börnum. Þorgerður og fjölskylda bjuggu til dæmis erlendis í mörg ár og héldu jólin nokkrum sinnum erlendis. Svo var ekki hægt að komast hjá því að ræða um handbolta, enda er hann fyrirferðamikill á heimili þeirra og framundan er evrópumeistaramót landsliða þar sem sonur hennar Gísli Þorgeir verður í eldlínunni. Jól, matur og handbolti með Þorgerði Katrínu í dag.
Og svo ákváðum við að hafa matarspjallið í dag þar sem það verður ekki þáttur á föstudaginn og maturinn er auðvitað ómissandi hluti af jólunum og þá ekki síst sósurnar. Í dag voru það sem sagt aðallega sósur sem áttu sviðið í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti.
Tónlist í þættinum í dag:
Yfir fannhvíta jörð / Pálmi Gunnars (Miller & Wells, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)
Notalegt / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Sigurður Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Kötturinn í Dofrafjöllum (Noregur)
Leikraddir:
Agnes Wild
Björn Þór Sigbjörnsson
Embla Karen Róbertsdóttir
Felix Bergsson
Hilmir Steinn Róbertsson
Rúnar Freyr Gíslason
Þórunn Elísabet Bogadóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Starfsfólk Minjasafnsins á Akureyri velur nokkra safngripi sem draga fram sögur og minningar tengdar jólum liðinna tíma. Í þættinum er farið í Minjasafnshúsið, Davíðshús, Nonnahús og torfbæinn í Laufási.
Viðmælendur: Haraldur Þór Egilsson og Hörður Geirsson.
Upplestur á ljóði: Arnar Jónsson (upptaka úr safni Rúv).
Tónlist: Jólakvöld í flutningi Sigríðar Thorlacius.
Önnur tónlist í þættinum: Ýmis jólalög í flutningi Gunnars Gunnarssonar organista.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Pétur Grétarsson fer yfir síðustu minnismiðana fyrir jólin með dagskrárgerðarfólki Rásar 1.
Eru allir búnir að öllu? Hvað er þetta ALLT?

Útvarpsfréttir.

Sigvaldi Kaldalóns samdi mörg jólalög og er „Nóttin var sú ágæt ein“ þekktast þeirra. Í þessum þætti verða leikin öll jólalög Sigvalda, en nokkur þeirra hafa verið hljóðrituð í fyrsta skipti fyrir þennan þátt.
Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Kór Breiðholtskirkju syngur jólalög af nýrri plötu sinni, Jólakveðju.
Stjórnandi og útsetjari er Örn Magnússon.

Hátíðleg barokktónlist í aðdraganda jóla.
Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Halldór Bjarki Arnarson semballeikari flytja hátíðlega barokktónlist eftir Johann Sebastian Bach, Georg Philipp Telemann og François Couperin í nýju hljóðriti Ríkisútvarpsins.

Þögn þar til klukkur Dómkirkjunnar í Reykjavík hringja inn jólin.

Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari og Séra Sveinn Valgeirsson predikar.
Organisti og kórstjóri: Matthías Harðarson
Kór/Sönghópur: Dómkórinn í Reykjavík
Stjórnandi: Matthías Harðarson
Jóhann Stefánsson og Sveinn Birgisson leika á trompeta.
TÓNLIST Í MESSUNNI
Fyrir predikun
Forspil: In Dulci jubilo BWV 751 Johann Sebastian Bach
Sálmur 36 Sjá himins opnast hlið Lag frá 14. Öld; hjá Klug Wittenberg 1533/Börn Halldórsson
Sálmur 49 Gleð þig særða sál Sigvaldi Kaldalóns/Stefán frá Hvítadal
Sálmur 31 Í Betlehem er barn oss fætt Þýskt vísnalag frá um 1600/Valdimar Briem
Stólvers: Það aldin út er sprungið Þýskur höf. ók. Frá um 16.öld/Matthías Jochumsson
Eftir predikun
Sálmur 46 Í dag er glatt í döprum hjörtum W.A. Mozart/Valdimar Briem
Sálmur 35 Heims um ból Franz Grüber/ Sveinbjörn Egilsson
Eftirspil: Prelúdía og fúga í G-dúr BWV 541 Johann Sebastian Bach
Fluttir verða Hátíðasöngvar Sr. Bjarna Þorsteinssonar

- Sónata nr. 6 í G-dúr BWV 1019 eftir Johann Sebastian Bach.
Jaap Schröder leikur á fiðlu og Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal.
-Brandenborgarkonsert nr. 4 í G-dúr BWV 1049 eftir Johann Sebastian Bach.
Einleikarar með Kammersveit Reykjavíkur eru Rut Ingólfsdóttir á fiðlu og flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir; Jaap Schröder stjórnar.
- Konsert í c-moll fyrir fiðlu RV 202 eftir Antonio Vivaldi.
Jaap Schröder leikur með og stjórnar Bachsveitinni í Skálholti.
- Konsert í F-dúr eftir Georg Philipp Telemann.
Bachsveitin í Skálholti leikur; einleikari á blokkflautu er Camilla Söderberg.

Dagskrá frá 24. desember 1986
Umsjón: Þorsteinn frá Hamri
Austurvegsvitringar. Þjóðs. Jóns Árnas. Ragnheiður Steindórsdóttir
Ferðalangar. Jóhannes úr Kötlum. Arnar Jónsson
Hinn fjórði vitringur frá Austurlöndum. Hannes Pétursson. Ragnheiður Steind.
Jólaljóð. Einar Bragi. Ragnheiður
Jólasaga. Geir Kristjánsson. Arnar
Jólleysingi. Guðmundur Kamban. Umsjm.
Jólafastan þín. Nína Björk Árnadóttir. Ragnheiður
Jesús Maríuson. Jóhannes úr Kötlum. Arnar Jónsson
Ég heyrði þau nálgast. Snorri Hjartarson. Ragnheiður
Bernskuminning. Ólöf frá Hlöðum. Þorsteinn frá Hamri.
Jól. Þorsteinn Erlingsson. Arnar
Úr Sjálfstæðu fólki. Halldór Laxness. Ragnheiður
Snotra. Þjóðsögur Jóns. Ragnheiður
Hin gömlu jól. Guðmundur Böðvarsson. Arnar
Jól. Jón úr Vör. Arnar
Úr Fjallkirkjunni. Gunnar Gunnarsson. Umsjm.
Jólaósk. Þorsteinn Erlingsson. Ljóð. Ragnheiður
Inn á milli lesturs er leikinn Konsert í d-moll í þremur köflum fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Tartini
Hátíðahljómsveitin í Luzern. Stj. Rudolf Baumgartner

Helgtónlist úr ýmsum áttum í flutningi innlendra og erlendra tónlistarmanna.

Veðurfregnir kl. 22:05.

eftir Johann Sebastian Bach.
Martin Lattke, Carolyn Sampson, Wiebke Lehmkuhl, Wolfram Lattke og Konstantin Wolff syngja með Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipzig og Kammerkórnum í Dresden; Riccardo Chailly stjórnar.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Morgunútvarpið óskar hlustendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Atli Fannar og Hafdís voru í jólaskapi og heyrðu í fólki sem á það sameiginlegt að hafa staðið í ströngu í desember.
Á línunni voru: Linda Sveinsdóttir jólabarn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Ingibjörg Iða Auðunardóttir, bókarýnir úr Kiljunni og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Jólabörnin Guðrún Dís Emilsdóttir og Felix Bergsson eru Ilmandi í eldhúsinu á aðfangadag og fylgja hlustendum eftir hádegið. Þau taka á móti góðum gestum jólakaffi á milli þess sem þau smakka til sósuna, pakka inn síðustu gjöfunum og brúna kartöflurnar í sönnum jólaanda.
Rás 2 - Ilmandi gott útvarp

Útvarpsfréttir.

Uppáhalds útvarpsþáttur margra árum saman var Þáttur Guðna Más Henningssonar þar sem hann sagði jólasögur og spilaði músík á aðfangdag frá klukkan fjögur og til jóla. Guðni Már er ekki lengur með okkur en við á Rás 2 reynum að halda uppi hans merki.
Á aðfangadag kl. 16.05 er þátturinn Gleði og friðarjól þar sem Ólafur Páll Gunnarsson heldur utan um en allskyns gott fólk sendir okkur jólasögur, hugvekjur og jólapistla.

Siggi Gunnars leikur ljúfa og góða jólatónlist á aðfangadagskvöldi og spjallar við hlustendur.