10:15
Ertu hér?
2. þáttur
Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir kynntust árið 1994 þegar þær byrjuðu í Austurbæjarskóla og hafa verið vinkonur síðan þá.
Í þáttaröðinni velta þær fyrir sér hvað „vinkonur“ eiginlega eru – og skoða sérstaklega hvernig vináttan fullorðnast.
Þær grafa upp gömul samskipti sín á milli og afhjúpa ýmislegt sem þær ætluðu aldrei að segja nokkrum lifandi manni.
Fleiri vinkonur koma líka við sögu.
Í þessum þætti kafa vinkonurnar áfram í fortíð sína innan kirkjunnar, velta fyrir sér áhættuhegðun unglinga og hvort þær hafi einhvern tímann tekið almennilega áhættu í lífinu. Við kynnumst hljómsveitinni Kolzýru sem starfrækt var á upphafi þessarar aldar.
Lesari: Ísafold Kristín Halldórsdóttir
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 33 mín.
