Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Vaxtaákvörðunardagur er í dag, sá fyrsti af sex á árinu. Veðbólguþróunin gefur okkur ástæðu til að ætla að vextirnir verði lækkaðir. Við fórum yfir ýmislegt er varðar efnahagsástandið og horfurnar með Róberti Farestveit, hagfræðingi ASÍ.
Borgþór Arngrímsson sagði okkur tíðindi frá Danmörku.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt um kvennasögu, Rakel Adolpsdóttir fagstjóri á Kvennasögusafni Íslands, kom til okkar. Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir fundi um brauðryðjendur í ýmsum geirum í kvöld.
Tónlist:
Bítlarnir - For no one
Bítlarnir - I'm only sleeping
Björn Thoroddsen - Here, there and everywhere
Björn og Okey - Den gule flyver
Laufey - Dreamer
![Fréttayfirlit 7:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Fréttayfirlit 8:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það fæðast að meðaltali 70 börn á ári með hjartagalla á Íslandi, mörg þeirra þurfa flóknar aðgerðir og ævilanga eftirfylgni. Þrátt fyrir að læknisfræðilegri aðstoð hafi fleygt fram, þá gleymist oft andlegi og félagslegi þátturinn, til dæmis hvernig börnin og aðstandendur þeirra upplifa lífið með hjartagalla. Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, formaður Neistans, styrktarfélags barna með hjartagalla og Óskar Ericsson, framkvæmdastjóri félagsins komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um málefni barna með hjartagalla og vitundarvikuna sem er framundan.
Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir er með doktorspróf í sagnfræði og hún er sérfræðingur í sögu hákarlamanna fyrr á öldum og mun flytja erindi á málþingi næsta laugardag í boði Félags um átjándu aldar fræði. Dalrún mun fjalla um samband hákarlamanna við hákarlinn á 19.öld.En hún leggur stund á rannsóknir á náttúrusögu Íslands. Við fengum hana til að segja okkur frá hákörlum og samspilinu milli hákarla og hákarlamanna 19.öld, á blómaskeiði hákarlaveiði á Íslandi.
Hraðstefnumót fyrir eldri borgara verður í Bíó Paradís í tilefni af frumsýningu myndarinnar Eftirlætis kakan mín (My Favourite Cake) í aðdraganda Valentínusardagsins en frumsýningin verður á miðvikudaginn 12. febrúar kl 14:00. Sett verða upp borð á kaffihúsi Bíó Paradís þar sem kaffi og kleinur verða í boði. Hver þátttakandi fær 5 mínútur á hverju borði og leiðbeinandi spurningarblað við komu þar sem fólk getur kynnst hvort öðru. Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradís kom og sagði okkur frá þessum viðburði í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Skítaveður / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Borgartún / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson)
Til þín ástin mín / Stefán Helgi Stefánsson (Óli H. Þórðarson, texti Viktor A. Guðlaugsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í morgun. Seðlabankastjóri segir að verðbólgan hafi hjaðnað mun hraðar en gert var ráð fyrir.
Ellefu eru látnir og sex eru á spítala eftir skotárás í Örebro í Svíþjóð í gær, tveir eru á gjörgæslu. Lögregla segist enn ekkert vita um mögulegar ástæður árásarmannsins.
Búist er við sunnan stormi og sums staðar ofsaveðri á landinu í dag. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og vegir gætu lokast með stuttum fyrirvara.
Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara lýkur í dag. Samninganefndir kennara og ríkisins sitja nú á fundi.
Íbúar Gaza og stjórnvöld víða um heim hafna alfarið hugmyndum Bandaríkjaforseta sem vill taka yfir landsvæðið og senda íbúa í burt.
Nafnið Kanína hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar. Hún samþykkti Hafgný, Fíónu og Öxi.
Það gæti þurft að fresta leikjum kvöldsins í bikarkeppni kvenna í handbolta vegna veðurs.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Sjaldgæft er að nýjar ríkisstjórnir bregðist strax við nýsamþykktum lögum með því að setja eigin ný lög til höfuðs þeim. Þetta er það sem nýja ríkisstjórnin hyggst gera varðandi búvörulögin sem samþykkt voru í fyrra.
Stjórnmálafræðiprófessorinn Eva H. Önnudóttir segist ekki muna eftir sambærilegu fordæmi úr stjórnmálasögu liðinna ára þar sem nýsamþykktum lögum er breytt með setningu annarra.
Lagaprófessorinn Hafsteinn Dan Kristjánsson segist ekki muna eftir mörgum öðrum fordæmum en að þau séu þá til. Hann segir að dómsmálið sem hefur orðið til vegna búvörulaganna sé einstakt í íslenskri réttarsögu.
Ritstjóri Bændablaðsins, Guðrún Hulda Pálsdóttir, segir að nýja ríkisstjórnin verði að eyða óvissunni í málinu fyrir bændur og koma með lausnir sem auki hagræðingu í kjötiðnaði hér á landi.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Á árunum 1948-1949 braust út veirufaraldur á Akureyri. Fjöldi fólks veiktist og sum hafa glímt við eftirköst veikinnar, sem jafnan er kölluð Akureyrarveikin, alla ævi. Ýmsum spurningum er enn ósvarað um þennan dularfulla faraldur. Óskar Þór Halldórsson, hefur undanfarin ár grúskað í sögu Akureyrarveikinnar og rætt við hátt í sjötíu manns sem annað hvort veiktust eða þekktu einhvern sem veiktist.
Við höldum áfram með viðtalsröð okkar sem hverfist um framtíðir og framtíðarsýnir, í samvinnu við Borgarbókasafnið. Hvernig ímyndum við okkur heimili framtíðarinnar? Og hvernig getum við byggt hús sem hægt er að aðlaga að mismunandi fólki, mismunandi þörfum, aðstæðum og umhverfum. Marjolein Overtoom, hefur lengi velt þessum spurningum fyrir sér, og gerði þessi mál að viðfangi doktorsverkefnis sem hún kláraði nýlega. Og doktorsverkefið var einmitt grunnur að viðburði sem hún hélt á framtíðarfestivali borgarbókasafsins, þar sem þátttakendur hönnuðu hús á nýstárlegan hátt.
Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, fræðir okkur um köld böð í lok þáttar.
Tónlist í þættinum:
IGGY POP - La Vie en rose.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Sharon Van Etten - Everytime the sun comes up
![Djassland](/spilari/DarkGray_image.png)
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti
Skúli Sverrisson - The sound of snow.
Armstrong, Louis, Langford, Frances, Crosby, Bing - Pennies from heaven.
Kristjana Stefánsdóttir - Heim nú reikar hugurinn.
Jordan, Clifford, Richmond, Dannie, Dolphy, Eric, Charles Mingus Sextet, Coles, Johnny, Mingus, Charles, Byard, Jaki - Sophisticated lady.
Johnson, Gus, Fitzgerald, Ella, Levy, Lou, Bennett, Max - I loves you Porgy (live).
Simone, Nina - Go to hell.
Mance, Junior, Mance, Junior Trio, Roker, Mickey, Kral, Irene, Cranshaw, Bob - This is always.
ADHD Hljómsveit - Ása.
Sigmar Þór Matthíasson - Fordómalausir tímar.
Orchestre National de Jazz, Lehman, Steve - 39.
Stórsveit Reykjavíkur, Mintzer, Bob, Jóel Pálsson, Snorri Sigurðarson - Song based on Bergmann epigrams.
Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Leikin eru lög sem tengjast þorranum.
Helga Þórðardóttir flytur Umsjón hefur Jónatan Garðarsson. Minni karla", upptaka frá þorrablóti í Aratungu í Biskupstungumárið 1962. Helga bjó í Auðsholti.
Ragnar Jóhannesson flytur ljóð eftir Örn Arnarson "Til Vestur-Íslendings". Upptakan líklega frá 1946.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Margverðlaunaði metsöluhöfundurinn Stefán Máni er einhver afkastamesti rithöfundur landsins og heldur á næsta ári upp á 30 ára rithöfundaafmæli sitt með fleiri en 30 bækur útgefnar. Hann er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Ólafsvík og bjó þar fram yfir tvítugt. Stefán Máni hefur gefið út skáldsögur frá árinu 1996 en sló í gegn með glæpasögunni Svartur á leik árið 2004, sem kvikmynduð var nokkrum árum síðar. Söguna vann hann upp úr úrklippusafni sem hann hafði byggt upp frá því að hann var barn, úrklippum um glæpi, mannshvörf og fleiri skyld áhugamál. Hann segist hafa verið algjör introvert, og að á þeim tíma hafi upplestur á eigin verkum verið algjört kvalræði í hans huga. En hann neyddist til að vinna sig út úr sjálfsefanum því allt í einu var komin eftirspurn eftir því sem hann var að gera.
Nokkru síðar kynnti Stefán Máni lögreglumanninn Hörð Grímsson fyrir lesendum sínum, og síðan hafa komið út 12 bækur um Hörð, sem er einhver vinsælasta sögupersóna íslenskrar bókmenntasögu. Stefán Máni hefur hlotið Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, fjórum sinnum, nú síðast fyrir skáldsöguna Dauðinn einn var vitni, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í síðustu viku.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Fréttir
Fréttir
Aftakaveður gengur yfir landið og hættustig er í gildi. Samgöngur hafa farið úr skorðum og skólahald leggst víða af á morgun. Aukin skriðuhætta er á Suður- og Suðausturlandi og björgunarsveitir hafa vart undan við að svara útköllum.
Lífskjör og velmegun á Íslandi byggir að mestu á viðskiptum við útlönd. Laskist þau vegna tollastríðs mun það hafa alvarleg áhrif hér á landi segir seðlabankastjóri.
Framhaldsskólakennarar hafa samþykkt ótímabundið verkfall í fimm skólum frá 21. febrúar.
Tillaga um vantraust á ríkisstjórn Frakklands var felld með miklum meirihluta í franska þinginu síðdegis.
Forseti Íslands var fjarverandi á minningarathöfn um helförina í Auschwitz, þar sem hún stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna í janúar. Þetta kemur fram í samskiptum forsetaembættisins við utanríkisráðuneytið í aðdraganda ferðarinnar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Aftakaveður gengur yfir allt Ísland. Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun sem nær yfir allt landið nema hluta Vestfjarða, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Veðrið gengur heldur niður seint í kvöld og nótt, en magnast svo aftur með morgninum og verður enn verra á fimmtudag, gangi spár eftir. Mikil úrkoma fylgir óveðrinu, sem eykur hættu á skriðuföllum. Björgunarsveitir höfðu þegar farið í tugi útkalla þegar þátturinn var sendur út en ekkert meiriháttar tjón hafði þá orðið á mannvirkjum og engin slys á fólki.
Ævar Örn Jósepsson ræddi við Runólf Þórhallsson, sviðsstjóra Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Halldór Kristinsson björgunarsveitarmann á Snæfellsnesi, Hlyn Snorrason yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri og Birtu Líf Kristinsdóttur veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um SAMFÉS.
Um helgina koma saman rúmlega 4000 unglingar á aldrinum 13-16 ára á hátíð sem heitir SamFestingurinn og samanstendur af Söngkeppni Samfés og Samfés ballinu.
En hvað er SAMFÉS?
Hvað er félagsmiðstöð og hver er saga þeirra?
Hvernig byrjaði þessi söngkeppni og hvernig er hún í ár?
Hvernig virkar ungmennaráð Samfés og hvernig er sú vinna?
Hvað er mest krefjandi við það að skipuleggja svona stórviðburði?
Sérfræðingar þáttarins eru: Viktor Berg Guðmundsson framkvæmdarstjóri Samfés og Alma Rún Franzdóttir og Kristinn Óli Haraldsson úr ungmennaráði Samfés.
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritanir frá Myrkum músíkdögum, nýafstaðinni tónlistarhátíð Tónskáldafélag Íslands.
Frá tónleikum Riot Ensemble sem fram fóru í Kaldalóni, Hörpu, 25. janúar sl.
Á efnisskrá:
*Brother eftir Edmund Finnis.
*Insight eftir Dobrinku Tabakovu.
*Spectra eftir Önnu Þorvaldsdóttur.
*Öldugangur á öldrunarheimilinu eftir Guðmund Stein Gunnarsson - frumflutningur.
*Falter eftir Lisu Streich.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Ljósmynd: Brian Fitzgibbon/Myrkir músíkdagar
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Á árunum 1948-1949 braust út veirufaraldur á Akureyri. Fjöldi fólks veiktist og sum hafa glímt við eftirköst veikinnar, sem jafnan er kölluð Akureyrarveikin, alla ævi. Ýmsum spurningum er enn ósvarað um þennan dularfulla faraldur. Óskar Þór Halldórsson, hefur undanfarin ár grúskað í sögu Akureyrarveikinnar og rætt við hátt í sjötíu manns sem annað hvort veiktust eða þekktu einhvern sem veiktist.
Við höldum áfram með viðtalsröð okkar sem hverfist um framtíðir og framtíðarsýnir, í samvinnu við Borgarbókasafnið. Hvernig ímyndum við okkur heimili framtíðarinnar? Og hvernig getum við byggt hús sem hægt er að aðlaga að mismunandi fólki, mismunandi þörfum, aðstæðum og umhverfum. Marjolein Overtoom, hefur lengi velt þessum spurningum fyrir sér, og gerði þessi mál að viðfangi doktorsverkefnis sem hún kláraði nýlega. Og doktorsverkefið var einmitt grunnur að viðburði sem hún hélt á framtíðarfestivali borgarbókasafsins, þar sem þátttakendur hönnuðu hús á nýstárlegan hátt.
Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, fræðir okkur um köld böð í lok þáttar.
Tónlist í þættinum:
IGGY POP - La Vie en rose.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Sharon Van Etten - Everytime the sun comes up
![Kvöldsagan: Minningar Guðrúnar Borgfjörð](/spilari/DarkGray_image.png)
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það fæðast að meðaltali 70 börn á ári með hjartagalla á Íslandi, mörg þeirra þurfa flóknar aðgerðir og ævilanga eftirfylgni. Þrátt fyrir að læknisfræðilegri aðstoð hafi fleygt fram, þá gleymist oft andlegi og félagslegi þátturinn, til dæmis hvernig börnin og aðstandendur þeirra upplifa lífið með hjartagalla. Guðrún Kristín Jóhannesdóttir, formaður Neistans, styrktarfélags barna með hjartagalla og Óskar Ericsson, framkvæmdastjóri félagsins komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um málefni barna með hjartagalla og vitundarvikuna sem er framundan.
Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir er með doktorspróf í sagnfræði og hún er sérfræðingur í sögu hákarlamanna fyrr á öldum og mun flytja erindi á málþingi næsta laugardag í boði Félags um átjándu aldar fræði. Dalrún mun fjalla um samband hákarlamanna við hákarlinn á 19.öld.En hún leggur stund á rannsóknir á náttúrusögu Íslands. Við fengum hana til að segja okkur frá hákörlum og samspilinu milli hákarla og hákarlamanna 19.öld, á blómaskeiði hákarlaveiði á Íslandi.
Hraðstefnumót fyrir eldri borgara verður í Bíó Paradís í tilefni af frumsýningu myndarinnar Eftirlætis kakan mín (My Favourite Cake) í aðdraganda Valentínusardagsins en frumsýningin verður á miðvikudaginn 12. febrúar kl 14:00. Sett verða upp borð á kaffihúsi Bíó Paradís þar sem kaffi og kleinur verða í boði. Hver þátttakandi fær 5 mínútur á hverju borði og leiðbeinandi spurningarblað við komu þar sem fólk getur kynnst hvort öðru. Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradís kom og sagði okkur frá þessum viðburði í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Skítaveður / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Borgartún / Snorri Helgason (Snorri Helgason)
Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson)
Til þín ástin mín / Stefán Helgi Stefánsson (Óli H. Þórðarson, texti Viktor A. Guðlaugsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir við mig um vonskuveðrið sem gengur yfir landið í dag og á morgun.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins.
Vísir fjallaði í gær um bréf sem yfir hundrað vísindamenn skrifuðu undir þar sem hvatt var til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar, og spurt var hvernig nálgast ætti slíkt fyrirbæri sem gæti mögulega þjáðst af manna völdum og hvort það að eyða gervigreind með meðvitund jafngildi því að drepa dýr. Ég ræði þessar vangaveltur við Henry Alexander Henryson, siðfræðing.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, verður gestur minn eftir átta fréttir þegar við ræðum verkefnalista ríkisstjórnarinnar og stöðuna í kjaradeilu kennara og viðsemjenda.
Peninganefnd Seðlabanka Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun núna klukkan hálf níu og Snorri Jakobsson, hagfræðingur, verður hjá mér og rýnir í niðurstöðu nefndarinnar.
Almannatenglarnir Andrés Jónsson og Þórhallur Gunnarsson, sem stjórna hinu vinsæla Bakherbergishlaðvarpi, verða hjá mér í lok þáttar þegar við ræðum stöðuna í stjórnmálunum við upphaf þings.
![Fréttayfirlit 7:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Fréttayfirlit 8:30](/spilari/DarkGray_image.png)
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Stormur í aðsigi og hlustendur komu sér vel fyrir innanhús.
Aldur dægurlaga var Dodda hugleikið í dag, við heyrðum í KFC & the Sunshineband, nýtt efni frá Mö, Sycamore Tree og Arnóri Dan.
Að sjálfsögðu var plata vikunnar á sínum stað (Izleifur - Ég á móti mér) og lögin í Sööngvakeppninni 2025.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-05
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Ég skal syngja fyrir þig.
Young, Lola - Messy.
Caldwell, Bobby - What You Won't Do For Love.
SHAKESPEARS SISTER - Stay.
AMY WINEHOUSE - Our Day Will Come.
INXS - New sensation.
CAROLINE POLACHECK - Smoke.
Karl Olgeirsson - Janúar.
CHAKA KHAN - Ain't nobody.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
COLDPLAY - Every Teardrop Is A Waterfall.
DEPECHE MODE - Enjoy The Silence.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Bía - Norðurljós.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
KC AND THE SUNSHINE BAND - Shake, shake, shake.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Issi - Gleyma.
Snorri Helgason - Borgartún.
Eilish, Billie - Birds of a Feather.
ÁSGEIR TRAUSTI - Stormurinn (outtake af Dýrð í dauðaþögn - útgefið í Englandi sept 2014).
Ásgeir Helgi Ásgeirsson - Jimmy House.
GEORGE MICHAEL - Praying For Time (Live).
AMPOP - My Delusions.
BIRGO - Ég flýg í storminn.
FUTURE ISLANDS - Seasons (Waiting On You).
SYKURMOLARNIR - Ammæli.
Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
5.6.7.8's, The, McGraw, George - Woo hoo.
RADIOHEAD - Street Spirit.
Sycamore tree - I Scream Your Name.
Spacestation - Í draumalandinu.
ARETHA FRANKLIN - Think.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
Izleifur - Tek þetta allt (Deep Mix).
Kristberg Gunnarsson - From the Shore.
MØ, Biig Piig - Sweet (feat. Biig Piig).
Auður - Peningar, peningar, peningar.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
Bomarz, Arnór Dan Arnarson - Lighthouse.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Rogers, Maggie - In The Living Room.
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í morgun. Seðlabankastjóri segir að verðbólgan hafi hjaðnað mun hraðar en gert var ráð fyrir.
Ellefu eru látnir og sex eru á spítala eftir skotárás í Örebro í Svíþjóð í gær, tveir eru á gjörgæslu. Lögregla segist enn ekkert vita um mögulegar ástæður árásarmannsins.
Búist er við sunnan stormi og sums staðar ofsaveðri á landinu í dag. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og vegir gætu lokast með stuttum fyrirvara.
Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara lýkur í dag. Samninganefndir kennara og ríkisins sitja nú á fundi.
Íbúar Gaza og stjórnvöld víða um heim hafna alfarið hugmyndum Bandaríkjaforseta sem vill taka yfir landsvæðið og senda íbúa í burt.
Nafnið Kanína hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar. Hún samþykkti Hafgný, Fíónu og Öxi.
Það gæti þurft að fresta leikjum kvöldsins í bikarkeppni kvenna í handbolta vegna veðurs.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa stóðu vaktina í Popplandi, plata vikunnar á sínum stað og upphitun fyrir Söngvakeppnina, allskonar tónlist og allar helstu fréttir af veðrinu.
MÚGSEFJUN - Lauslát.
Spilverk þjóðanna - Veðurglöggur.
Snorri Helgason - Ingileif.
Mumford and Sons - Rushmere.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Dacus, Lucy - Ankles.
Örn Gauti Jóhannsson, Vilberg Andri Pálsson, Isadóra Bjarkardóttir Barney, Matthews, Tom Hannay - Stærra.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Stebbi JAK - Frelsið mitt.
The Revivalists - Wish I knew you.
ROXY MUSIC - Love Is The Drug.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
TRÚBROT - To Be Grateful.
Lennox, Annie - Walking on broken glass.
Mammaðín - Frekjukast.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
SUPERTRAMP - The Logical Song.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
THE LA'S - There She Goes.
Doves - Cold Dreaming.
Fontaines D.C. - Favourite.
LEON BRIDGES - Coming Home.
PAOLO NUTINI - Candy.
Oyama hljómsveit - Silhouettes.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
OJBA RASTA - Ég veit ég vona.
Moses Hightower - Stutt skref.
Fleetwood Mac - Silver springs.
VÖK - Miss confidence.
Fat Dog - Peace Song.
Izleifur, Daniil, Daniil, Izleifur - Andvaka.
Elín Hall - barnahóstasaft.
TRACY CHAPMAN - Give Me One Reason.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
VÆB - Róa.
GUÐMUNDUR PÉTURSSON - Battery Brain
HOZIER - Too Sweet.
RÚNAR ÞÓRISSON - Þær klingja.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið var á veðurvaktinni í dag enda rauðar viðvaranir í gildi. Við byrjuðum á því að heyra í Hjördísi Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna sem hvatti fólk til að fara varlega og halda sig heima eins og kostur er.
Við heyrðum líka í nýráðnum framkvæmdastjóra Rauða Krossins Gísla Rafni Ólafssyni um nýja starfið og verkefni hans í gegnum tíðina.
Síðan komu þær til okkar þær Indíana Rós og Maríanna verkefnisstýrur Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og sögðu okkur frá viku 6 þar sem starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar er hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Ágúst Ólafsson fréttamaður var einnig á línunni frá Siglufirði.
Þorgils Jónsson fréttamaður var á línunni úr Reykjanesbæ og sagði okkur fréttir af færð og veðri þaðan. Við hringdum líka í Jónu Elínu Gunnarsdóttur í Staðarskála og fengum fréttir af veðri og færð.
Fréttir
Fréttir
Aftakaveður gengur yfir landið og hættustig er í gildi. Samgöngur hafa farið úr skorðum og skólahald leggst víða af á morgun. Aukin skriðuhætta er á Suður- og Suðausturlandi og björgunarsveitir hafa vart undan við að svara útköllum.
Lífskjör og velmegun á Íslandi byggir að mestu á viðskiptum við útlönd. Laskist þau vegna tollastríðs mun það hafa alvarleg áhrif hér á landi segir seðlabankastjóri.
Framhaldsskólakennarar hafa samþykkt ótímabundið verkfall í fimm skólum frá 21. febrúar.
Tillaga um vantraust á ríkisstjórn Frakklands var felld með miklum meirihluta í franska þinginu síðdegis.
Forseti Íslands var fjarverandi á minningarathöfn um helförina í Auschwitz, þar sem hún stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna í janúar. Þetta kemur fram í samskiptum forsetaembættisins við utanríkisráðuneytið í aðdraganda ferðarinnar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Aftakaveður gengur yfir allt Ísland. Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun sem nær yfir allt landið nema hluta Vestfjarða, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Veðrið gengur heldur niður seint í kvöld og nótt, en magnast svo aftur með morgninum og verður enn verra á fimmtudag, gangi spár eftir. Mikil úrkoma fylgir óveðrinu, sem eykur hættu á skriðuföllum. Björgunarsveitir höfðu þegar farið í tugi útkalla þegar þátturinn var sendur út en ekkert meiriháttar tjón hafði þá orðið á mannvirkjum og engin slys á fólki.
Ævar Örn Jósepsson ræddi við Runólf Þórhallsson, sviðsstjóra Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Halldór Kristinsson björgunarsveitarmann á Snæfellsnesi, Hlyn Snorrason yfirlögregluþjón á Vestfjörðum, Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri og Birtu Líf Kristinsdóttur veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
![Sjónvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Fréttastofa RÚV.
![Kvöldvaktin](/spilari/DarkGray_image.png)
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
![Pressan](/spilari/DarkGray_image.png)
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.