Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Mikil breyting hefur orðið á atvinnuháttum hér á fáeinum áratugum. Það er ekki mjög langt síðan sjávarútvegur stóð undir meirihluta útflutningstekna þjóðarbúsins en nú er því spáð að hugverkaiðnaður muni skila mestu innan örfárra ára. Við ræddum við Ólaf Eystein Sigurjónsson, prófessor og sviðsforseta tæknisviðs Háskóla Íslands.
Þórhildur Ólafsdóttir var með okkur frá Úganda, og sagði okkur frá því sem hún er mest spurð að eftir flutningana: því hvernig börnin hennar hafi aðlagast.
Við fjölluðum líka um þá kardínála sem taldir eru líklegastir til að hljóta kjör sem næsti páfi. Umræðan um eftirmann Frans páfa hófst svo að segja um leið og veikindi hans spurðust út. Vera Illugadóttir sagði frá.
Tónlist:
Bítlarnir - Julia.
Bítlarnir - Something.
Linntett - Solitude.
New Symphony Orchestra of London - Beau pays (Romance du roi).



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það er Grænlandsþema þessa vikuna á Rás 1, á mánudaginn heyrðum við í þættinum viðtal við Jósep og Skúla um Kalak, vinfélags Íslands og Grænlands og í dag kom Ragnar Axelsson ljósmyndari til okkar. Ragnar, eða RAX, hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum og tekið magnaðar ljósmyndir og safnað sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins, sleðahundinn. Við fengum Ragnar til að segja okkur frá Grænlandi, þessu stórbrotna landi og því fólki sem hann hefur kynnst þar og þeim breytingum sem hann hefur orðið vitni að á þessum fjórum áratugum.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Kort dagsins kemur frá Eyjum og segir frá endurminningum Magnúsar um Bítlana og Liverpool á meðan hann var úti í Berlín í liðinni viku. Hann rifjar upp ferð sína á tónleika með Paul McCartney í Liverpool og segir hvernig borgin hefur breyst á þeim næstum fjörutíu árum frá því að hann kom þar fyrst til að heimsækja slóðir fjórmenninganna sem höfðu heillað hann í æsku.
Tónlist í þættinum í dag:
Hvíl í ró / Lay Low og Fjallabræður (Lay Low)
Here Comes the Sun / The Beatles (George Harrison)
Penny Lane / The Beatles (Lennon & McCartney)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fimm eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa banað manni og kúgað fé af fjölskyldu hans. Nokkur hinna handteknu eru einnig grunað um að hafa misþyrmt karlmanni á Akranesi í janúar.
Bandaríkin veita Úkraínu hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum frá leyniþjónustu á ný. Utanríkisráðherra Póllands staðfestir að hernaðargögn frá Bandaríkjunum hafi verið flutt um Pólland til Úkraínu í morgun
Íslandsbanki spáir hóflegri stýrivaxtalækkun í næstu viku.
Grænlenska þjóðin er klofin um hvaða leið hún vill fara til sjálfstæðis og hvernig sambandið við Dani á að vera. Þetta sýna niðurstöður kosninganna í gær.
Rofni samband Íslands við umheiminn um sæstrengi á að tryggja netsamband um þrjá gervihnetti. Þá héldist grunnþjónusta en netsamband heimila og fleiri dytti útt.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands er í sinni fyrstu opinberru heimsókn innanlands og ver deginum á Höfn, í Öræfum og Suðursveit
Félag sjúkraþjálfara mælir gegn því að börn tveggja ára og yngri séu send til hnykkjara, og að átján ára og yngri fái meðferð hjá kírópraktor við einkennum sem ekki tengjast stoðkerfi. Dæmi eru um að hnykkjarar auglýsi meðferð við einhverfu og ADHD.
Íbúum á Íslandi fjölgaði um fimm þúsund sjöhundruð og átján í fyrra eða um eitt og hálft prósent.
Vængbrotið karlalandslið Íslands í handbolta mætir Grikkjum ytra í dag. Sérfræðingur Rúv segir að tími minni spámanna sé runninn upp.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þegar Sofia Kolesnikova fannst látin á Selfossi var óljóst hvort hún hefði verið kyrkt af kærasta sínum eða látist af of stórum skammti fíkniefna. Kærastinn eyddi sönnunargögnum af vettvangi áður en tilkynnt var um andlátið og varð margsaga um hvað gerðist. Við lögreglurannsóknina teiknaðist upp mynstur sem líktist nauðungastjórnun. En málið fór aldrei fyrir dóm þar sem sakborningur lést í miðri málsmeðferð.
Viðmælendur: Jón Gunnar Þórhallsson og Kristrún Elsa Harðardóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Þetta er fyrsti þáttur af þremur um sögu Sofiu.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Grænland er í brennidepli hér á Rás 1 þessa vikuna - og reyndar um allan heim, að því er virðist. Við ræðum sjálfstæði Grænlands og auðlindir við Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði og sérfræðing í þjóðarrétti við Háskólann á Akureyri og Illisimatusarfik-háskóla á Grænlandi.
Og við fjöllum líka um birtingarmyndir stéttaskiptingar í íslensku samfélagi við Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor í menntavísindum við Háskóla Íslands. Við ætlum sérstaklega að velta fyrir okkur elítuskólum og hlutverki framhaldsskóla og menntunar í að viðhalda ójöfnuði í samfélaginu.
Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur vísindamiðlara Samfélagsins.

Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Víðsjá dagsins kynnum við okkur myndlistarkonuna, rithöfundinn og gagnrýnandann Drífu Viðar. Drífa fæddist í Reykjavík árið 1920 og ólst upp ásamt stóru systur sinni Jórunni Viðar hjá móður sinni, Katrínu Viðar píanókennara.
Eftir menntaskóla sótti hún tíma í myndlist og norrænum fræðum áður en hún sigldi til Bandaríkjanna árið 1938. Hún lærði myndlist í New York á sama tíma og Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir og hélt svo til Parísar í frekara nám 1946. Eftir Parísardvölina giftist hún og flutti með eiginmanni sínum Skúla Thoroddsen til Svíðþjóðar. Þau áttu saman fjögur börn. Þegar Drífa lést vorið 1971, aðeins fimmtíu og eins árs að aldri, lét hún eftir sig handrit að smásagnasafninu Dagar við vatnið sem kom út síðar um árið, auk fjölda málverka, teikninga og annara skrifa. Í bígerð er bók um ævi og störf listakonunnar Drífu Viðar og rætt verður við ritstjórana í þætti dagsins, þær Elísabetu Gunnarsdóttur, Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur og Auði Aðalsteinsdóttur, auk þess sem rifjað verður upp eldra efni úr safni Ríkisútvarpins.
Umsjón: Halla Harðardóttir

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Snæbjörn Guðmundsson segir frá jarðfræði.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Tónleikar í tilefni af 150 ára afmæli franska tónsmiðsins Maurice Ravel.
Frá Fílharmóníunni í París 28. febrúar sl.
Franska þjóðarhljómsveitin og franski útvarpskórinn undiri stjórn Cristian Măcelaru
Efnisskrá:
- Le Tombeau de Couperin
- Daphnis et Chloé - Ballettónlistin í heild sinni
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Grænland er í brennidepli hér á Rás 1 þessa vikuna - og reyndar um allan heim, að því er virðist. Við ræðum sjálfstæði Grænlands og auðlindir við Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði og sérfræðing í þjóðarrétti við Háskólann á Akureyri og Illisimatusarfik-háskóla á Grænlandi.
Og við fjöllum líka um birtingarmyndir stéttaskiptingar í íslensku samfélagi við Berglindi Rós Magnúsdóttur, prófessor í menntavísindum við Háskóla Íslands. Við ætlum sérstaklega að velta fyrir okkur elítuskólum og hlutverki framhaldsskóla og menntunar í að viðhalda ójöfnuði í samfélaginu.
Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur vísindamiðlara Samfélagsins.

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Ellefti lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það er Grænlandsþema þessa vikuna á Rás 1, á mánudaginn heyrðum við í þættinum viðtal við Jósep og Skúla um Kalak, vinfélags Íslands og Grænlands og í dag kom Ragnar Axelsson ljósmyndari til okkar. Ragnar, eða RAX, hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum og tekið magnaðar ljósmyndir og safnað sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins, sleðahundinn. Við fengum Ragnar til að segja okkur frá Grænlandi, þessu stórbrotna landi og því fólki sem hann hefur kynnst þar og þeim breytingum sem hann hefur orðið vitni að á þessum fjórum áratugum.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Kort dagsins kemur frá Eyjum og segir frá endurminningum Magnúsar um Bítlana og Liverpool á meðan hann var úti í Berlín í liðinni viku. Hann rifjar upp ferð sína á tónleika með Paul McCartney í Liverpool og segir hvernig borgin hefur breyst á þeim næstum fjörutíu árum frá því að hann kom þar fyrst til að heimsækja slóðir fjórmenninganna sem höfðu heillað hann í æsku.
Tónlist í þættinum í dag:
Hvíl í ró / Lay Low og Fjallabræður (Lay Low)
Here Comes the Sun / The Beatles (George Harrison)
Penny Lane / The Beatles (Lennon & McCartney)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Grettir Gautason, stjórnmálafræðingur, verður á línunni frá Portúgal í upphafi þáttar en þar féll ríkisstjórnin í gærkvöldi og þriðju kosningarnar á jafn mörgum árum yfirvofandi.
Um helgina verður opnað fyrir umsóknir Reykvíkinga um matjurtagarða í borginni. Um 600 matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar. Björk Þorleifsdóttir sem er fræðslustjóri Grasagarðsins kemur til okkar.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræðir við okkur um stefnu í neytendamálum til ársins 2030 sem nú er rædd innan veggja Alþingis.
Við heyrum í Óskari Hallgrímssyni sem er búsettur í Kyiv í Úkraínu.
Í nýrri stöðuuppfærslu Veðurstofunnar vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga segir Í ljósi vaxandi jarðskjálftavirkni samhliða áframhaldandi landrisi og kvikusöfnun er líklegasta sviðsmyndin að þetta kvikusöfnunartímabil endi með kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að þar gjósi í áttunda skiptið frá því í lok árs 2023. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni kemur til okkar.
Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður og spekingur, verður gestur okkar í lok þáttar en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því gríska í dag í undankeppni EM.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Hick hop ekki hip hop, Metallica, Jamie Foxx, plata vikunnar og hver er Sam Fender?
Lagalisti þáttarins:
LEAVES - Catch.
Baggalútur, Baggalútur - Grenjað á gresjunni.
SPIN DOCTORS - Two Princes.
Fender, Sam - Arm's Length.
Alicia Keys - Girl on Fire.
TERENCE TRENT D'ARBY - Wishing Well.
HLJÓMAR - Bláu Augun Þín.
SEARCHERS - Needles And Pins.
Árný Margrét - Greyhound Station.
EAGLES - One Of These Nights.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
HJALTALÍN - Þú Komst Við Hjartað í Mér.
NIALL HORAN - Heaven.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
JENNIFER LOPEZ - Jenny from the block.
WARREN G - Regulate ft. Nate Dogg.
10 CC - Dreadlock Holiday.
Fontaines D.C. - Favourite.
Myrkvi - Sunstruck.
Blur - End of a century.
Tinna Óðinsdóttir - Þrá.
THE SMASHING PUMPKINS - Bullet with Butterfly Wings.
Abrams, Gracie - That's So True.
FRANZ FERDINAND - Take Me Out.
KANYE WEST - Golddigger FT JAMIE FOXX.
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
Hjálmar - Vor.
ABBA - Mamma mia.
Young, Lola - Messy.
METALLICA - The Unforgiven.
Mumford and Sons - Rushmere.
BEN E. KING - Stand By Me.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
BILLY JOEL - We didn't start the fire.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
THE PRETENDERS - Don't Get Me Wrong.
ÁRNASON & GDRN - Sagt er.
ELLE KING - Ex's And Oh's.
NÝDÖNSK - Landslag Skýjanna.
Thee Sacred Souls - Live for You.
EMILÍANA TORRINI - Jungle Drum.
WHAM! - Freedom

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fimm eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa banað manni og kúgað fé af fjölskyldu hans. Nokkur hinna handteknu eru einnig grunað um að hafa misþyrmt karlmanni á Akranesi í janúar.
Bandaríkin veita Úkraínu hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum frá leyniþjónustu á ný. Utanríkisráðherra Póllands staðfestir að hernaðargögn frá Bandaríkjunum hafi verið flutt um Pólland til Úkraínu í morgun
Íslandsbanki spáir hóflegri stýrivaxtalækkun í næstu viku.
Grænlenska þjóðin er klofin um hvaða leið hún vill fara til sjálfstæðis og hvernig sambandið við Dani á að vera. Þetta sýna niðurstöður kosninganna í gær.
Rofni samband Íslands við umheiminn um sæstrengi á að tryggja netsamband um þrjá gervihnetti. Þá héldist grunnþjónusta en netsamband heimila og fleiri dytti útt.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands er í sinni fyrstu opinberru heimsókn innanlands og ver deginum á Höfn, í Öræfum og Suðursveit
Félag sjúkraþjálfara mælir gegn því að börn tveggja ára og yngri séu send til hnykkjara, og að átján ára og yngri fái meðferð hjá kírópraktor við einkennum sem ekki tengjast stoðkerfi. Dæmi eru um að hnykkjarar auglýsi meðferð við einhverfu og ADHD.
Íbúum á Íslandi fjölgaði um fimm þúsund sjöhundruð og átján í fyrra eða um eitt og hálft prósent.
Vængbrotið karlalandslið Íslands í handbolta mætir Grikkjum ytra í dag. Sérfræðingur Rúv segir að tími minni spámanna sé runninn upp.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Lovísa Rut var við stýrið í Popplandi dagsins, allskonar fjölbreytt tónlist að vanda, tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna krufnar, póstkassinn opnaður og plata vikunnar á sínum stað, Rykfall með tónlistarmanninum Myrkva.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
Una Torfadóttir - Í löngu máli.
Rogers, Maggie - Don't Forget Me.
ROLLING STONES - Start Me Up.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
Hjaltalín Hljómsveit - Year of the Rose.
KINGS OF CONVENIENCE - Boat Behind.
Myrkvi - Glerbrot.
Myrkvi - Dream Routine.
CROWDED HOUSE - Don't Dream It's Over.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
Saint Pete, Herra Hnetusmjör - Tala minn skít.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
MARKÚS - É bisst assökunar.
Szmierek, Antony - Yoga Teacher.
Doechii - Denial is a River.
STUÐMENN - Ólína Og Ég.
TODMOBILE - Lommér Að Sjá.
THE CLASH - Train In Vain.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Harding, Curtis - Need Your Love.
Teddy Swims - Guilty.
GERRY RAFFERTY - Baker Street.
Momma - I Want You (Fever).
Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
Weeknd, The, Justice - Wake Me Up.
MGMT - Electric Feel.
GDRN - Þú sagðir.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
GEORGE EZRA - Budapest.
Strings, Billy - Gild the Lily.
HERRA HNETUSMJÖR - Ómótstæðileg.
KATRÍN MYRRA & KLARA EINARSDÓTTIR - VMBB?
The Whitest Boy Alive - Burning.
MYRKVI - Slow Start
KK - Vegbúi.
DIDO - White Flag.
ANNALÍSA - Hvern andardrátt.
LUCY DACUS - Ankles.
SÓLKATLA - Love No More.
ÁSGEIR - Heimförin.
10CC - Good Morning Judge.
NÝDÖNSK - Raunheimar.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Lovísa Rut Kristjánsdóttir fer yfir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.