Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og borgarfulltrúi, er viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur.

Útvarpsfréttir.
Tónlist og talmálsliðir úr safni útvarpsins.
Í þættinum er m.a. fjallað um hrafninn í tali og tónum. Flutt er brot úr erindi sem Sigurður Bjarnason frá Vigur, fyrrum alþingismaður og sendiherra, flutti í útvarp árið 1961 um hrafninn og kynni hans af krumma. Hann fangaði hrafnsunga á skólaárum sínum og tamdi þannig að hann varð heimilisvinur íbúanna í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Sigurður vitnar einnig í þjóðsögur um hrafna og flytur ljóð Jóhanns Jónsssonar skálds um hrafninn: Vögguvísur um krumma.
Umsjónarmaður: Jónatan Garðarsson.

Veðurstofa Íslands.
Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson.
Efni þáttarins er sótt norður í Skjaldabjarnarvík, nyrsta bæ Strandasýslu. Fyrri frásögn gerist að vetri þegar úti geisar stórhríð og gesta ekki von á þessum afskekkta bæ. Síðari frásögn er frá sumartíð þar norðurfrá þegar náttúran skartar sínu fegursta.
Umsjón: Jón Ormar Ormsson.
Lesari: Sigríður Kristín Jónsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 29. febrúar 2008

Guðsþjónusta.
Pálmasunnudagur.
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjóna fyrir altari. Steinunn Arnþrúður predikar.
Organisti er Steingrímur Þórhallsson sem jafnframt stjórnar kór Neskirkju.
Tónlist:
Fyrir predikun:
Forspil – spuni kringum sálm 248.
Sálmur 248. Hósíanna lof og dýrð. Úr Davíðssálmum.
Sálmur 106. Krossferli að fylgja þínum. Hallgrímur Pétursson/útsetning Róbert Abraham Ottóson.
Sálmur 495. Víst ertu Jesús, kóngur klár. Hallgrímur Pétursson/gamlt ísl. lag.
Eftir predikun:
Kórs. Locus iste. Anton Bruckner.
Sálmur 479. Ég landinu þakka. Iðunn Steinsdóttir/Enskt þjóðlag.
Berging Kórs. Sicut Cervus. Giovanni Pierlugi da Palestrina.
Sálmur 766. Nú skrúða grænum skrýðist fold. Karl Sigurbjörnsson/Waldemar Ahlén.
Eftirspil: Fúga í D dúr. J. S. Bach BWV 532.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kafar Karitas ofan í stærstu fréttir vikunnar: Tolla Trump. Henni til aðstoðar eru fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson og fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Hvað eru tollar, af hverju eru allir að tala um þá og hvaða áhrif hefur þetta nýjasta útspil Bandaríkjaforseta?

Viðhorf okkar til fjalla og eldfjalla hafa tekið miklum breytingum í tímans rás. Stiklar er á stóru í hugmyndasögu fjallsins í tveimur þáttur. Í fyrri þætti er sjónum beint að háleitri ægifegurð fjalla á meðan eldfjöll og eldgos eru til umræðu í þeim seinni. Rætt verður við fræðimenn um birtingarmynd fjalla og eldfjalla í bókmenntum og myndlist.
Umsjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Fjöllin birtast víða í trúarbrögðum og listum og viðhorf okkar til þeirra hafa tekið breytingum í tímans rás. Hvernig birtast fjöllin í menningu og listum? Af hverju heilla fjöllin okkur upp úr skónum? Viðmælendur eru Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson og Guðmundur Oddur Magnússon. Umjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.

Útvarpsfréttir.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóritun frá tónleikum Bjargar Brjánsdóttur og Ingibjargar Elsu Turchi í Hljóðön í Hafnarborg sunnudaginn 23. mars 2025
Efnisskrá:
Eisodos (2025)
Blöndun/Fusione (2023)
Svigar (2025)
II (2025)
Ómun (2024)
Svigar II (2025)
----
Einnig heyrist saga úr 1001 nótt með viðeigandi fiðluspili Rainer Honecks í brotum úr Scheheresade eftir Nikolaj Rimsky - Korsakov og úr Aziz og Aziza eftir Kip Hanrahan.
Í lokin hljómar persnesk tónlist með þeim Alireza Ghorbaini og Homayoun Shajarian

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.

Fréttir
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Eitt merkasta framlag Íslendinga til raunvísinda á miðöldum voru rannsóknir Stjörnu-Odda. Þær vöktu heimsathygli og nutu hylli stjörnufræðinga sem voru í miklum metum hjá háttsettum mönnum innan þýska nasistaflokksins. Viðmælendur í þættinum eru: Baldvin Bjarnason og Þorsteinn Vilhjálmsson.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Reynir Lyngdal leikstjóri, en hann er einn þriggja leikstjóra nýrrar þáttaraðar, Reykjavík 112, sem eru spennuþættir byggðir á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur DNA. En hann sagði okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Reynir talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Sporðdrekar e. Dag Hjartarson
Múffu e. Jónas Reyni
Lunga e. Pedro Gunnlaug Garcia
DNA e. Yrsu Sigurðardóttur
Astrid Lindgren
bækurnar um Tinna og Tobba, Ástrík
Michel Houellebecq
Tove Jansen

Viðhorf okkar til fjalla og eldfjalla hafa tekið miklum breytingum í tímans rás. Stiklar er á stóru í hugmyndasögu fjallsins í tveimur þáttur. Í fyrri þætti er sjónum beint að háleitri ægifegurð fjalla á meðan eldfjöll og eldgos eru til umræðu í þeim seinni. Rætt verður við fræðimenn um birtingarmynd fjalla og eldfjalla í bókmenntum og myndlist.
Umsjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Fjöllin birtast víða í trúarbrögðum og listum og viðhorf okkar til þeirra hafa tekið breytingum í tímans rás. Hvernig birtast fjöllin í menningu og listum? Af hverju heilla fjöllin okkur upp úr skónum? Viðmælendur eru Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson og Guðmundur Oddur Magnússon. Umjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þessum stutta þætti ætla ég að kynna mér sögu íslenskra lággjaldaflugfélaga. Í byrjun verður fjallað um lággjaldamodelið en seinna verður saga Iceland Express, Wow Air og framtíð Play tekin fyrir. Er markaður fyrir íslenskt lággjaldaflugfélag og er raunhæft að reka lággjaldaflugfélag frá Íslandi?
Umsjón: Viktor Már Birkisson


Veðurfregnir kl. 22:05.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum þætti eru lesnar þrjár sögur eftir rússneska skáldsnillinginn Anton Chekhov en þær eiga allar sameiginlegt að vera með þeim allra fyrstu sem birtust á íslensku eftir höfundinn, eða á árunum 1929-1939 í Fálkanum, Sögum misserisriti og einu af allra fyrstu tölublöðum Vikunnar.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson

Útvarpsfréttir.

Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Fréttastofa RÚV.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Platan My Static World með Kára Egilssyni er plata vikunnar á Rás 2 dagana 7.-11. apríl. Platan er þriðja plata Kára, og er önnur poppplatan hans. Fyrri plötur eru djassplatan Óróapúls og poppplatan Palm Trees in the snow sem báðar komu út 2023.
Kári stundar tónlistarnám í Berkely-háskólanum og var heima fyrir stuttu til að kynna plötuna, í miðannafríi - eða spring break. Albert Finnbogason stjórnaði upptökum á plötunni og Salóme Katrín syngur í nokkrum lagana.
Kári settist niður með Margréti Erlu Maack og ræddu þau um plötuna.