20:50
Stakkaskipti (4 af 7)
4. þáttur Það vantar húsnæði
Stakkaskipti

Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.

Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.

Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Stjórnendur framhaldsskóla segja það áskorun að koma öllum fyrir sem stunda þar nám. Kennsla fer jafnvel fram í gámum og geymslum og þetta getur haft þau áhrif að færri sæki í verknám en annars væri. Nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á verknáms-, starfsnáms- eða stúdentsbrautir velja framhaldsskólabraut. Viðmælendur í fjórða þætti eru: Berglind Halla Jónsdóttir, Brynja Stefánsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Kristján Ásmundsson, Kristín Þóra Möller, Sigríður Anna Ólafsdóttir, Sólveig Hannesdóttir, Víðir Stefánsson og nemendur í FB og FS.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 42 mín.
e
Endurflutt.
,