Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
1. þáttur af 5 frá 2005. Umsjón: Margrét Lóa Jónsdóttir. Gestur þáttarins: Pétur Ármannsson, arkitekt.
Í þættinum eru gömul revíulög úr segulbandasafni útvarpsins leikin, auk þess sem revían Upplyfting (1946) er endurflutt, að hluta til, í flutningi sem tekinn var upp 1967.
Flytjendur: Nína Sveinsdóttir, Tage Möller, Lárus Ingólfsson, Egill Ólafsson, Alfreð Andrésson, Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Brynjólfur Jóhannesson og Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Stjórnendur framhaldsskóla segja það áskorun að koma öllum fyrir sem stunda þar nám. Kennsla fer jafnvel fram í gámum og geymslum og þetta getur haft þau áhrif að færri sæki í verknám en annars væri. Nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á verknáms-, starfsnáms- eða stúdentsbrautir velja framhaldsskólabraut. Viðmælendur í fjórða þætti eru: Berglind Halla Jónsdóttir, Brynja Stefánsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Kristján Ásmundsson, Kristín Þóra Möller, Sigríður Anna Ólafsdóttir, Sólveig Hannesdóttir, Víðir Stefánsson og nemendur í FB og FS.

Guðsþjónusta.
Guðsþjónusta í tilefni af Kristniboðsdeginum.
Guðlaugur Gunnarsson fyrrum kristniboði prédikar.
Lesarar eru Lilja Björk Jónsdóttir og Ingólfur Arnar Ármannsson.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Sönghópur skipaður Ástu Arnardóttur, Elfu Drafnar Stefánsdóttur, Fjölni Ólafssyni, Guju Sandholt, Sólbjörgu Björnsdóttur, Þorbirni Rúnarssyni, Þorkatli Sigfússyni og Erni Ými Arasyni.
TÓNLIST Í MESSUNNI
Fyrir predikun
Forspil: Lobe den Herren, den mächtigen König der Ehren Johann Gottfried Walther
Sálmur 771 Kominn er veturinn Stralsund 1665 / Brynjúlfur Jónsson frá Minna Núpi
Kórsöngur Hallelúja Heinrich Schütz
613 Kristur, sem reistir þitt ríki á jörð Melchior Franck – Thomas Laub / Sigurbjörn Einarsson
Eftir predikun
Kórsöngur Það sem brestur bindur Jesús saman Mons Leyvind Takle / Guðlaugur Gunnarsson
Sálmur 289 Í þinni náð John L. Bell / Kristján Valur Ingólfsson
Sálmur 603 Ó, Drottinn, ég vil aðeins eitt Michael Haydn / Bjarni Eyjólfsson
Eftirspil: Ciacona í B-dúr Johann Bernard Bach

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða ferðumst til Feneyja og Barselóna. Þar hafa heimamenn harðlega mótmælt ágangi ferðamanna og stjórnvöld reyna að finna lausnir. Hvað er Airbnb-bann og hvaða áhrif hefur massatúrisma? Fréttamaðurinn Ólöf Ragnarsdóttir er gestur þáttarins.

Við lok miðalda kom fram stefna á ítalíu sem kennd hefur verið við
renaissance eða endurreisn eins og stefnan hefur verið nefnd á íslensku.
Endurreisnin var að vissu leyti afturhvarf til fornaldar eins og
sjá má á höggmyndum þess tíma. Endurreisnin var samt langt í frá
bein stæling á verkum grískra og rómverskra snillinga fornaldarinnar.
Þetta tímabil varði ekki lengi og þegar á 16.öld kemur fram stefna
kennd við barokk. Á sama tíma og hristist og skóks af stríðsrekstri og menningarlegum átökum sóttu sægarpar og ævintýramenn á haf út í leit að sjóleiðinni til Indlands.
Ágúst Þór Árnason [1954-2019] gerði þættina árið 1994.
Viðmælendur hans í sjötta þætti eru:
Gunnar Ágúst Harðarson [1954-]
Loftur Guttormsson [1938-]
Helga Ingólfsdóttir [1942-2009]
Gísli Gunnarsson [1938-]

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.

Útvarpsfréttir.

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Árið 1941 geisaði heimsstyrjöld en Íslendingar fóru í stafsetningarstyrjöld, eina af mörgum. Fyrsti dómurinn sem kveðinn var upp um að íslensk lög gengju gegn stjórnarskrá voru í máli sem snerist um stafsetningu. Í þættinum er Hrafnkötlumálið rifjað upp, þegar Íslendingar voru í stafsetningarstríði á síðum blaðanna, á Alþingi og fyrir dómstólum, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Fréttir
Kvennafrídagurinn 1975 var ein stærsta femíníska aðgerð sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Nú þegar 50 ár eru liðin frá því hann var haldinn ræðir Sóley Tómasdóttir við femíníska aktívista um það sem gerst hefur síðan þá. Sagt er frá aðferðum, áskorunum, sigrum og samfélagslegum áhrifum femínísks aktívisma á Íslandi undanfarna áratugi.
Ljósmyndir: Snorri Zóphóníasson/Kvennasögusafn
Í þættinum ræða Sema Erla Serdaroglu og Ugla Stefanía Kristjónsdóttir Jónsdóttir um leiðir til að lifa af og halda áfram að stunda aktívisma í miðju bakslagi gegn jafnrétti og mannréttindum.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Þór Tulinius, leikari, leikstjóri, leikskáld, leiðsögumaður og nú rithöfundur. Við fengum hann til að segja okkur frá nýrri skáldsögu sinni, Sálnasafnarinn, og svo auðvitað því sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þór talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Ilmurinn eftir Patrick Suskind
Jötunsteinn e. Andra Snær Magnússon
Bók vikunnar e. Snæbjörn Arngrímsson
Í skugga trjánna e. Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Samuel Beckett og Harold Pinter
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við rýnum í stríðsátökin í Súdan og hrottalegar aftökur sem þeim tengjast í Heimskviðum í dag. Það er stundum kallað gleymda stríðið því fjölmiðlar fjalla mun minna um það en önnur sem hafa geisað síðustu ár og áratugi. Það er þrátt fyrir að þar hafa á annað hundrað þúsund verið drepin, tugmilljónir þurft að reiða sig á neyðaraðstoð og eina mestu hungursneyð síðustu áratuga. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur til skoðunar hvort hrottalegar fjöldaaftökur RSF-sveitanna í borginni el-Fasher séu stríðsglæpir eða glæpir gegn mannkyni. Talið er að liðsmenn þeirra hafi drepið hátt í tvö þúsund manns í borginni síðustu vikur. Oddur Þórðarson ætlar að skoða síðustu vendingar, meðal annars vopnahléssamkomulag sem bandaríkjastjórn kynnti í vikunni.
Svo ætlum við að kveðja Downton Abbey. Nú geta kvikmyndagestir séð svanasöng Downton Abbey í kvikmyndahúsum. Þriðju og síðustu myndina sem kemur í kjölfar feykivinsælla sjónvarpsþáttaraða um Crowley fjölskylduna og aðra íbúa á öllum hæðum Downton Abbey. Þættirnir hafa unnið alþjóðleg verðlaun um allan heim, slegið áhorfsmet og persónurnar eiga sér margar fastan sess í hjörtum aðdáenda. Um þetta eru allir viðmælendur Birtu Björnsdóttur sammála, en hún skoðaði þættina vinsælu, tilurð þeirra og arfleið.

Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.
Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Stjórnendur framhaldsskóla segja það áskorun að koma öllum fyrir sem stunda þar nám. Kennsla fer jafnvel fram í gámum og geymslum og þetta getur haft þau áhrif að færri sæki í verknám en annars væri. Nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á verknáms-, starfsnáms- eða stúdentsbrautir velja framhaldsskólabraut. Viðmælendur í fjórða þætti eru: Berglind Halla Jónsdóttir, Brynja Stefánsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Kristján Ásmundsson, Kristín Þóra Möller, Sigríður Anna Ólafsdóttir, Sólveig Hannesdóttir, Víðir Stefánsson og nemendur í FB og FS.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Af hverju stilla sumir útvarpið á 18, en ekki 17? Í þessum þætti förum við í saumana á sérkennilegri sérvisku - andúð á oddatölum.
Umsjón: Mist Þormóðsdóttir Grönvold.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Konert í Es-dúr K060 (Dumbarton Oaks) eftir Ígor Stravínskíj.
Þættirnir eru:
Tempo giusto
Allegretto
Con moto
Meðlimir úr kammersveitum Konunglega tónlistarháskólans í Lundúnum og Juilliard háskólans leika undir stjórn Barböru Hannigan.
Hljóðritun fór fram 19.-21. janúar 2024 í Susie Sainsbury Theatre, Royal Academy of Music, London, UK.
Sónata nr. 2 op. 117 í g-moll eftir Gabriel Fauré.
Verkið er í 3 þáttum:
1. Allegro
2. Andante
3. Allegro vivo
Stephen Isserlis leikur á selló, Pascal Devoyon leikur á píanó.
Píanósónata nr. 1 eftir Hallgrím Helgason
Flytjandi: Jórunn Viðar, píanó
Þættirnir eru:
Stef með tilbrigðum
Adagio - Vikivaki - Adagio
Allegretto scherzando
Intermezzo: Andante molto sostenuto
Allegro con moto
Var á dagskrá útvarps 22. júní 1964. Óvíst er um upptökuár.
Oh, Ola, Ola. Norskt þjóðlag. Engel Lund syngur, Páll Ísólfsson leikur á píanó. Hljóðritun frá árinu 1959.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.

Útvarpsfréttir.

Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Rokkland leiðir hlustendur að þessu sinni um rætur hryntónlistarinnar í tónlistarborgunum Nashville og Memphis, en umsjónarmaður slóst í för með félögum úr FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) til landsins sem gaf okkur rokk, soul, kántrí, fönk, jazz og blús.
Rúmlega 40 manna hópur tónlistarmanna, maka þeirra og vina lagði upp í ferðalag til Ameríku fyrir rúmri viku í þeim tilgangi að komast að rótum rytmans eins og fararstjórinn, Jakob Frímann Magnússon orðaði það svo skemmtilega.
Í Nashville var farið í Country Music Hall of Fame og síðan í Creative Workshop Recording hljóðverið þar sem tekið var upp nýtt lag sem varð til í þar og þá. Þaðan var haldið niður til Memphis þar sem byrjað var á að heimsækja Jack White í Third Man Records og síðan sjálfan Elvis í Graceland. Daginn eftir var farið í STAX museum þar sem sálartónlistin varð til á sjöunda áratugnum og svo Sun hljóðverið þar sem Elvis, Jerry Lee Lewis og Johnny Cash hófu ferilinn. Þaðan var svo farið í Royal studios, hljóðver sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1956. Þar tók Keith Richards upp fyrstu sólóplötuna sína, þar hefur Mark Ronson unnið talsvert á undanförnum árum og sumarsmellur Bruno Mars, Uptown Funk, var tekinn upp þar. Súpergrúppa var sett saman í ferðinni sem samanstóð af hljómborðsleikara Stuðmanna, gítarleikara Sálarinnar, bassaleikara og píanóleikara Hjaltalín og trommara Deep Jimi & The Zep Creams og rokksveitar Rúnna Júl. Með sveitinni sungu svo söngvarar Sálarinnar, Baggalúts og Stuðmanna auk Björgvins Halldórssonar.
Nokkur lög voru hljóðrituð í ferðinni, ný lög sem Bragi Valdimar Skúlason setti saman; Mojo og Hjartað mitt, og Björgvin Halldórsson hljóðritaði lagið sem Elvis söng fyrir Sam Phillips í Sun hljóðverinu 1956, That´s allright mama.
Frá Memphis var svo haldið til Clarksdale þar sem blúsinn varð til, farið á Krossgöturnar sem sagan segir að blúsmaðurinn Robert Johnson hafi gert samning við sjálfan kölska, en Johnson varð afburðar-gítarleikari á aðeins nokkrum mánuðum og það gat hann ekki þakkað neinum öðrum en sjálfum myrkrahöfðingjanum sem tók sál hans í staðinn. Robert Johnson er ein helsta fyrirmynd manna eins og Eric Clapton og Keith Richards lést aðeins 27 ára gamall og lögin hans 29 sem voru hljóðrituð hafa verið hljóðrituð aftur og aftur og aftur í gegnum tíðina ? hann lést árið 1938. Við komum líka við á Ground Zero blúsklúbbnum í Clarksdale sem þeir eiga saman leikarinn Morgan Freemann og bæjarstjórinn í Clarksdale, Bill Luckett, en hann er auðvitað vinur fararstjórans, Jack Magnet.
Á leiðinni var r

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í Plötu vikunnar förum við í nýjustu breiðskífu The Vintage Caravan, Portals, sem er nýkomin út. Platan var tekin upp í Porto í Portúgal í október 2024, á tape í fyrsta sinn, og hljóðmyndin er bæði tilraunakennd og undir áhrifum frá þeirra klassíska retro-/prog-rokki. Við ætlum að spjalla við þá um hvernig þetta verk varð til ásamt því að fara örlítið yfir ferilinn og hvers vegna það er svona gaman að vera í hljómsveit.