07:03
Morgunvaktin
15 prósent barna upplifa sig utangarðs í skóla
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Við héldum áfram að fjalla um samfélagið og líðan fólks. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá Landlæknisembættinu og doktor í lýðheilsu, ræddi um félagsleg tengsl og einmanaleika, en skortur á félagslegum tengslum er stór áhættuþáttur bæði í andlegri og líka líkamlegri heilsu. Hún sagði okkur líka frá nýjum lýðheilsuvísum, þar sem fram kemur að 15 prósent barna í 8.-10. bekk upplifa sig utangarðs í skóla.

Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi kom líka til okkar. Við töluðum við hann um samgöngur, uppbyggingu og fleira. Hann hefur ákveðið að láta af störfum um áramótin, og ræddi þá ákvörðun líka.

Magnús Lyngdal var með okkur og hélt áfram að fræða okkur um sígilda tónlist og leyndardóma hennar. Í dag fjallaði hann um takt og leyfði okkur að heyra brot úr nokkrum tónverkum, leikin bæði hægt og hratt.

Í upphafi þáttar hringdum við í Reykholt og spjölluðum svolítið um sjálfan Snorra Sturluson við Berg Þorgeirsson, forstöðumann Snorrastofu.

Tónlist:

Conjunto Cachicadan - Mi china Lola.

Jorge Barssy Y Su Conjunto - El Panado.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,