22:10
Mannlegi þátturinn
Föstudagsgestirnir Elín og Katla og uppáhaldsmatur Elvis Presley
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, leik- og tónlistarkonurnar Elín Hall og Katla Njáls. Þær leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Ljósbrot sem hefur fengið frábærar viðtökur, var frumsýnd á Cannes, hefur verið valin á fjölda virtra kvikmyndahátíða og er í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Þær hafa báðar leikið talsvert, bæði á sviði og fyrir framan myndavélarnar, og svo eru þær líka báðar tónlistarkonur og hafa stofnað dúettinn Mammaðín. Við spjölluðum við þær um lífið og tilveruna, leiklistina og tónlistina og reynsluna af því að leika saman í kvikmyndinni Ljósbrot og lífsreynsluna af því að vera á rauða dreglinum og frumsýna hana í Cannes.

Í matarspjalli dagsins var Sigurlaug Margrét með áhugaverða matreiðslubók í farteskinu. Það er ekki hægt að segja að hollustan sé í fyrirrúmi í téðri bók, þar sem uppskriftir af uppáhaldsmat eins frægasta tónlistarmanns sögunnar, Elvis Presley, er safnað saman.

Tónlist í þættinum:

Heim í Búðardal / Lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

California Dreamin / The Mamas & The Papas (John Phillips & Michelle Phillips)

Mammaðín / Frekjukast (Dagný Kristjánsdóttir, Elín Sif Halldórsdóttir, Jóhannes Damian Patreksson, Katla Njálsdóttir og Kristján Jóhann Jónsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,