Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við tókum okkur frí frá heimsmálunum í dag. Ljóðlist var á dagskránni. Tilefnið var öðrum þræði Dagar ljóðsins í Kópavogi en hjá sumu fólki eru allir dagar dagar ljóðsins. Anton Helgi Jónsson ljóðskáld kom í kaffi og rabbaði um ljóð, bæði hans og annarra, ljóðaást, -áhuga og fleira í þeim dúr.
Þorri er blótaður víða um helgina. Á morgun verður Þorrablót Vopnfirðinga í félagsheimilinu Miklagarði - Vopnfirðingar gæða sér á súrmat og sviðum og öllu tilheyrandi, og skemmta sér saman. Sigga Dóra, Sigríður Dóra Sverrisdóttir, lætur sig auðvitað ekki vanta. Við slógum á þráðinn til hennar og spjölluðum um lífið og tilveruna.
Og svo var það sígilda tónlistin. Í dag sagði Magnús Lyngdal okkur frá ítalska hljómsveitarstjóranum Arturo Toscanini sem var í hópi áhrifamestu hljómsveitarstjóra tuttugustu aldar; Toscanini var víst haldinn fullkomnunaráráttu og dundaði við smáatriðin.
Tónlist:
James Taylor - Another day.
Dave Brubeck Quartet - Take five.
Ninna Rún Pálmadóttir, Pálmi Gunnarsson - Vinir vita það.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórunn Sigurðardóttir leikkona, leikstjóri. Hún var lengi stjórnandi Listahátíðar og hefur stjórnað stórum menningarverkefnum eins og þegar Reykjavík var valin ein af menningarborgum í Evrópu og nú síðast var hún formaður undirbúningsstjórnar þjóðaróperu. Við fórum með henni aftur í tímann skoðum hvar hennar rætur liggja og svo sagði hún okkur frá ferlinum, hvernig það æxlaðist að hún fór að leikstýra og svo stjórna þessum stóru menningarverkefnum.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað í dag. Það er bóndadagur sem markar upphaf þorrans, því komumst við ekki hjá því að ræða um þorramatinn, súrmetið, pungana, sviðakjammana, rófustöppuna og allt það.
Tónlist í þættinum í dag:
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Smith & Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Miriam Makeba / Pata Pata (J. Rogovoy, Jerry Ragovoy & Miriam Makeba)
Unu Torfadóttir / Fyrrverandi (Una Torfadóttir)
MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 23.JANÚAR 2026
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Dánarfregnir.

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni.
Gísli Rafn Ólafsson - Framkvæmdastjóri Rauða Krossins á Íslandi hefur orðið.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is


Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.


Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 20. nóvember 2016: Við heimsækjum hönnuði og hugum að svokölluðum sprotum í atvinnulífinu. Á Akureyri er verið að setja upp Fab-lab útibú hjá Verkmenntaskólanum. Fiskiðnaðurinn reynir stöðugt að létta störfin með vélvæðingu og föt þarf að hanna með ýmislegt í huga.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Þórgunnur Oddsdóttir, Ágúst Ólafsson og Sunna Valgerðardóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar er platan Til hvers..? með þjóðlagasveitinni Lítið eitt. Platan er seinni stóra plata sveitarinnar og um leið síðasta plata hennar og kom út árið 1975.
Þjóðlagasveitin Lítið eitt var upphaflega stofnað sem tríó snemma árs 1970 í Hafnarfirði og vakti fljótt athygli og koma víða fram. Hún gaf út fjögurra laga plötu árið 1972 og stóra plötu ári síðar. Þá skipuðu sveitina Berglind Bjarnadóttir, Jón Árni Þórisson, Gunnar Gunnarsson og Steinþór Einarsson. Á þessum árum naut sveitin mikilla vinsælda og kom víða fram, meðal annars í skemmtiþáttum í sjónvarpinu. Eftir að önnur plata sveitarinnar kom út árið 1973 hætti hún að koma fram. Hún tók síðan upp þráðinn á vormánuðum 1975 og tók í kjölfarið upp plötuna Til hvers..? sem var ein af fyrstu plötunum sem tekin var upp í Hljóðrita í Hafnarfirði.
Á plötunni eru eftirfarandi lög:
A-hlið
1. Til hvers..?
2. Konungurinn í Thule
3. Þá var ég ungur
4. Háar öldur
5. Minningar
B-hlið
1. Kyrrð
2. Herinn
3. Annabel Lee
4. Til draumsins
5. Karlinn úti á klöppinni
6. Vor
Umsjón: Stefán Eiríksson


Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

frá Veðurstofu Íslands

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fyrsti þátturinn af fjórum þar sem dægurlög, vísnasöngvar og önnur lög sem hafa verið samin við ljóð skáldsins Steins Steinarrs eru í forgrunni. Lögin sem hljóma í þættinum eru Það vex eitt blóm fyrir vestan með Imbu, Vísur að vestan með Valgeiri Guðjónssyni, Heimurinn og ég með Páli Rósinkranz, Barn með Má Gunnarssyni og Ívu Marínu Adrichem, Lát huggast barn með Herði Torfasyni, Hudson Bay með Mannakornum, Utan hringsins með Þokkabótum, Verkamaður með Bergþóru Árnadóttur, Í draumi sérhvers manns með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, Senn er vor með Sigríði Thorlacius og Að fengnum skáldalaunum með Helga Björnssyni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Samantekt hvers þema (fimm þátta) úr örþáttaröðinni.
Upprifjun úr Uppástandi frá því í júní 2022. Aðalsteinn Leifsson, Magnús Hákonarson, Stefán Ingvar Sigfússon og Eva Halldóra Guðmundsdóttir fjalla um samþykki.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Hrafn Gunnlaugsson las píslarsögu séra Jóns Magnússonar (1610-1696) í stuttum lestrum í Víðsjá rásar 1 árið 2000 undir liðnum Lesið fyrir þjóðina.


frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórunn Sigurðardóttir leikkona, leikstjóri. Hún var lengi stjórnandi Listahátíðar og hefur stjórnað stórum menningarverkefnum eins og þegar Reykjavík var valin ein af menningarborgum í Evrópu og nú síðast var hún formaður undirbúningsstjórnar þjóðaróperu. Við fórum með henni aftur í tímann skoðum hvar hennar rætur liggja og svo sagði hún okkur frá ferlinum, hvernig það æxlaðist að hún fór að leikstýra og svo stjórna þessum stóru menningarverkefnum.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað í dag. Það er bóndadagur sem markar upphaf þorrans, því komumst við ekki hjá því að ræða um þorramatinn, súrmetið, pungana, sviðakjammana, rófustöppuna og allt það.
Tónlist í þættinum í dag:
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Smith & Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Miriam Makeba / Pata Pata (J. Rogovoy, Jerry Ragovoy & Miriam Makeba)
Unu Torfadóttir / Fyrrverandi (Una Torfadóttir)
MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 23.JANÚAR 2026
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Ísland mætir Króatíu á Em í handbolta klukkan 14.30 í dag. Við hringdum til Svíþjóðar í Jón Halldórsson, formanns HSÍ, og tókum stöðuna á honum og liðinu á leikdegi.
Það er risastór helgi framundan og auðvitað merkisdagur í dag. Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason hefur talið niður í bóndadaginn síðustu vikur í hlaðvarpi sínu Dr. Football og í sjónvarpsþættinum Doc Zone. Nú er bóndadagurinn loksins runninn upp og þá lág beinast við að fá Hjörvar í heimsókn til að fræða okkur um hvernig fólk gleður bændurna sína í dag.
Er eitthvað meira viðeigandi á bóndadaginn en íslenskar rímur ? Okkar helsti sérfræðingur um þær, dr. Katelin Marit Parsons, kom til okkar ásamt kvæðamanninum Þorsteini Björnssyni sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands en hann gerði sér lítið fyrir og fór að kveða rímur í beinni en fyrir utan að kveða rímur stýrir hann kvæðalagaæfingum á vegum Kvæðamannafélags Iðunnar.
Það var nóg um að vera í vikunni og við fengum til okkar pólitísku reynsluboltana Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson til að fara yfir fréttir vikunnar.

07:30

08:30

Létt spjall og lögin við vinnuna.

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Útvarpsfréttir.

Á Sportrásinni fylgist Doddi með því sem er að gerast í íþróttalífinu hér heima og erlendis. Helstu íþróttafréttir vikunnar og hvað er framundan með góðri aðstoð íþróttadeildar RUV. Ásamt gæða sunnudags tónlist.
Sportrásin, ekki bara fyrir þá sem hafa gaman af sportinu!


Bein útsending frá leikjum Íslands á EM karla í handbolta 2026.
Bein útsending frá leik Íslands og Króatíu í milliriðli á EM karla í handbolta.
Lýsandi er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.


Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Árslisti PartyZne 2025 er mál málanna hjá okkur núna.
Listinn er byggður á hávísindalegu vali á bestu lögum danstónlistarinnar á árinu sem leið og byggir á vali yfir 30 plötusnúða ásamt því að við leggjum PZ lista ársins í fyrra inní púkkið.
Í þessum seinni hluta kynnum við efri hluta listans eða 25 bestu danslög síðasta árs að mati þáttarins og plötusnúðana.
Dansannáll ársins 2025!