Útsvar 2014-2015

Ísafjarðarbær - Stykkishólmur

Í þessum þætti mætast lið Ísafjarðarbæjar og Stykkishólms. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Hulda Guðfinna Geirsdóttir dagskrárgerðarkona.

Lið Ísafjarðarbæjar skipa María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri hjá GOmobile, Silja Rán Guðmundsdóttir sálfræðinemi við og Gunnar Atli Gunnarsson laganemi og fréttamaður á Stöð 2.

Lið Stykkishólms skipa Anna Melsteð sem er með útgáfufyrirtæki, gefur út Stykkishólmspóstinn og er túbuleikari í Lúðrasveit Stykkishólms, Magnús Aðalsteinn Sigurðsson fornleifafræðingur og minjavörður hjá Minjastofu Íslands og Róbert Arnar Stefánsson héraðsmeistari og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vesturlands.

Dagskrárliðurinn er textaður sjálfvirkt.

Frumsýnt

21. nóv. 2014

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Útsvar 2014-2015

Útsvar 2014-2015

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Þættir

,