Leikirnir okkar

Ísland – Frakkland á HM 2007

HM 2007 var rússíbanareið. Eftir sigur á Ástralíu í fyrsta leik tapaði Ísland óvænt gegn Úkraínu og var á leið heim, nema liðinu tækist vinna Frakkland í lokaleik riðlakeppninnar. Frakkar voru þá ríkjandi Evrópumeistarar og taldir sigurstranglegir á HM. Sjaldan, ef nokkurn tímann, hefur íslenska liðið sýnt baráttuhug eins og í þessum leik. Á tímabili þurfti liðið bremsa sig af til vinna ekki of stórt vegna innbyrðisúrslita, því liðið hefði getað sent Frakka heim. Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson, Logi Geirsson og Sigfús Sigurðsson báru kyndilinn á þessu móti auk margra fleiri. 8. sætið varð á endanum hlutskipti Íslands eftir enn meiri rússíbanareið síðar í mótinu.

Frumsýnt

7. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi

Leikirnir okkar

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.

Þættir

,