Kiljan

Kiljan

Írski rithöfundurinn Claire Keegan er gestur í Kiljunni 30. apríl. Hún er afar vinsæll höfundur og bækur hennar hafa selst geysivel, líka hér á Íslandi. Á samkomu með Keegan á Bókmenntahátíð í Reykjavík komust færri en vildu. Bók hennar Smáir hlutir sem þessir var nýskeð valin besta bók þessarar aldar á Írlandi. Hernán Diaz er rithöfundur, upprunninn í Argentínu, alinn upp í Svíþjóð en býr í New York. Hann ræðir við okkur um feikiskemmtilega skáldsögu sína sem heitir Trust og fékk Pulitzer-verðlaunin 2022. Njörður P. Njarðvík spjallar við okkur um tvær bækur. Önnur nefnist Ljáðu mér rödd og er eftir magnað ljóðskáld, Svíann Kjell Espmark. Njörður þýddi þetta mikla verk á íslensku. Hin er Atvik - á ferð um ævina en hún inniheldur minningabrot úr lífi Njarðar sjálfs. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Konu á buxum: Nokkrar furður úr ævi Þuríðar formanns eftir Auði Styrkársdóttur, Skálds sögu eftir Steinunni Sigurðardóttur og smásagnasafnið Seint og um síðir eftir áðurnefnda Claire Keegan.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

30. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,