Kiljan

Kiljan

Eliza Reid er gestur í Kilju vikunnar. Hún segir frá nýrri spennusögu sem hún hefur skrifað og kemur út bæði á íslensku og ensku. Diplómati deyr er nafnið á bókinni. Sofia Nannini er ítalskur arkitektúrsagnfræðingur sem fékk áhuga á íslenskri steinsteypu og segir okkur frá bók sem hún hefur sett saman og nefnist The Icelandic Concrete Saga. Sæunn Gísladóttir er búsett á Siglufirði, starfar á Akureyri, og kemur í þáttinn með fyrstu skáldsögu sína sem heitir Kúnstpása. Eyþór Árnason rabbar um ljóðabók sína Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur og flytur kvæði úr henni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um ævisögu Geirs H. Haarde, Fólk og flakk eftir Steingrím J. Sigfússon og Besta vin aðal eftir Björn Þorláksson. Þátturinn er á dagskrá nokkuð seinna en venjulega sökum afhendingar Edduverðlauna - en það borgar sig alveg bíða.

Frumsýnt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,