Kiljan

Kiljan

Í Kilju vikunnar fjöllum við um verðlaunahafa. Erlu Huldu Halldórsdóttur sem fékk Viðurkenningu Hagþenkis fyrir stórmerka ævisögu Sigríðar Pálsdóttur, konu sem var uppi á 19. öld, upplifði ástir og missi og skildi eftir sig merkt bréfasafn. Strá fyrir straumi. Svo er það Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Hún er handhafi Íslensku þýðingarverðlaunanna. Elísa hefur íslenskað marga tugi bóka, oft erfiða bókmenntatexta, en verðlaunin fékk hún fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Sögu af svartri geit eftir Perumal Murugan. Við förum á bókmenntaslóðir vestur á Ísafjörð og inn í Ísafjarðardjúp, þar kemur meðal annars við sögu Tapio Koivukari rithöfundur. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Gesti eftir Hildi Knútsdóttur, Dunu eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnu Elsu Bragadóttur og Persepolis eftir Marjane Satrapi.

Frumsýnt

26. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,