Kiljan

Kiljan

Við fáum Nóbelsverðlaunahafa í Kilju kvöldsins. Það er Abdulrazak Gurnah sem er upprunalega frá Tansaníu en býr í Bretlandi. Eftir hann hafa komið út á íslensku bækurnar Paradís og Malarhjarta. Natasha S. er íslensk/rússneskur höfundur, skrifar á íslensku og sendir frá sér ljóðabókina Mara kemur í heimsókn, magnað verk. Natasha hittir okkur í bókabúðinni Skáldu. Jón Knútur Ásmundsson, skáld frá Neskaupsstað, kemur fljúgandi austan í þáttinn með bók sína Slög. Í Bókum og stöðum förum við vestur í Bolungarvík. Þar koma meðal annarra við sögu Eiríkur Guðmundsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Kalman Stefánsson. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Ferðabíó herra Saitos eftir Annette Bjergfeldt, Atburðinn eftir Annie Enraux og Albertine-æfingarnar eftir Anne Carson.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

7. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,