Kiljan

Kiljan

Ingunn Ásdísardóttir er gestur í Kilju vikunnar. Hún ræðir um bók sína sem nefnist Jötnar hundvísir og fékk Fjöruverðlaunin nýskeð. Þetta er afar forvitnileg rannsókn á hlutverki jötna í norrænni goðafræði. Shaun Bythell rekur fornbókaverslun í smábæ á Skotlandi og hefur skrifað um það bækur sem hafa komið út á íslensku. Hann ræðir við okkur um bækurnar og bóksöluna og teljast afar skemmtilegur en nokkuð kaldhæðinn viðmælandi. Almanak Þjóðvinafélagsins hefur komið út allar götur síðan 1874 og gerir enn - við fræðumst um útgáfuna hjá Arnóri Gunnari Gunnarssyni ritstjóra. Ljóðskáldið Ragnheiður Lárusdóttir segir frá bók sinni Veður í æðum, þar fjallar hún meðal annars um eiturfíkn dóttur sinnar. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur skoðar uppáhaldsbækur sínar með okkur. Gagnýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Í sama strauminn: Stríð Pútíns gegn konum eftir Sofi Oksanen, Leiðin í hundana eftir Erich Kästner og Óli K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

12. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,