Kiljan

Þáttur 13 af 25

Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru í sviðsljósinu í Kilju vikunnar. Guðjón Friðriksson kemur í þáttinn, klyfjaður sagnfræðiritum sem hann hefur skrifað - þau munu vera meira en þrjátíu talsins, enginn hefur fengið bókmenntaverðlaunin oftar en hann, nefnilega fjórum sinnum. Við hittum Kristínu Ómarsdóttur, verðlaunahafa í fagurbókmenntum, á heimili hennar við Vesturgötu. Og svo er enn einn verðlaunahafi, Anna Rós Árnadóttir, sem hreppti Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir kvæði sem nefnist Skeljar. Í Bókum og stöðum förum við vestur á Snæfjallaströnd og segjum frá lækninum og tónskáldinu Sigvalda Kaldalóns og líka skáldkonunni Höllu Eyjólfsdóttur sem þar bjó og orti meðal annars ljóð við lag Sigvalda Ég lít í anda liðna tíð. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár spennusögur: Týndur eftir Ragnheiði Gestsdóttur, Völundur eftir Steindór Ívarsson og Lygin eftir færeyska höfundinn Eyðun Klakstein.

Frumsýnt

12. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,