Kiljan

Kiljan

Líkt og um þetta leyti ár hvert, verður skýrt frá niðurstöðum í Verðlaunum bóksalanna bókum sem starfsfólk í bókaverslunum telur bestar í ýmsum flokkum. Við hittum Steinar Braga og spjöllum við hann um Gólem, það er þriðja bókin í röð framtíðarsagna sem hann sendir frá sér. Bragi Páll Sigurðarsson ræðir við okkur um hina krassandi bók sína Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen og við skoðum tjörnina sem er fyrirmyndin Tjörninni í samnefndri bók eftir Rán Flygenring, verðlaunahafa Norðurlandaráðs. Ragnheiður Gestsdóttir segir frá bók sinni sem nefnist Týndur, hún er tilnefnd til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson, Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur, Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu Sigurðaróttur og Kúk, piss og prump eftir Sævar Helga Bragason og Elías Rúna.

Frumsýnt

11. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,