Kiljan

Kiljan

Í þættinum segir Bragi Ólafsson frá bók sinni Innanríkið - Alexíus. Þetta eru æviminningar en þó fullar af undirfurðulegum útúrdúrum hætti Braga. Við heimsækjum Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu í Mosfellsdal. Hún er þekktari undir nafninu Duna enda er það nafnið á sögu hennar sem Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir hafa skráð. Guðmundur Andri Thorsson spjallar um nýja skáldsögu sína sem nefnist Synir himnasmiðs og Sunna Dís Másdóttir kemur í þáttinn með bók sína Kul. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Mikilvægt rusl eftir Halldór Armand, Tjörnina eftir Rán Flygenring og Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björgu Ægisdóttur.

Frumsýnt

27. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,