Kiljan

Kiljan 9. okt. 2024

Efnismikil Kilja miðvikudagskvöldið 9. okt. Halldór Armand segir frá glænýrri skáldsögu sinni sem nefnist Mikilvægt rusl - það er gamansöm saga sem gerist meðal annars í öskunni. Árni Heimir Ingólfsson ræðir um verk sitt Tónar útlaganna en þar segir frá erlendum tónlistarmönnum sem komu til Íslands á flótta undan nasistum. Við eigum viðtal við dóttur eins þeirra, tónlistarkonuna Sibyl Urbancic sem kom til Íslands barnung, rétt fyrir stríð. Þórunn Valdimarsdóttir talar við okkur um Spegil íslenskar fyndni en það er úttekt hennar á bókaflokknum Íslensk fyndni sem Gunnar á Selalæk tók saman á sínum tíma. Bækurnar voru mjög vinsælar en áhöld hafa verið um hvort þær séu yfirleitt fyndnar. Loks lítum við inn í nýja bókabúð sem nefnist Skálda og ræðum við bóksalann Einar Björn Magnússon. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Þú ringlaði karlmaður eftir Rúnar Helga Vignisson og M-samtöl. Úrval, en þar birtast mögnuð viðtöl sem Matthías Johannessen tók á sinni tíð.

Frumsýnt

9. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,