
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Töfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Emilía uppgötvar að litli rauði hvolpurinn hennar að nafni Kátur hefur vaxið um þrjá metra á einni nóttu.
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Í Jógastundinni sýna þær Jóhanna, Embla og Elín nokkrar jógastöður sem eru góðar fyrir einbeitingu og styrk.
Umsjón: Elín Víðisdóttir, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir og Embla Guðríður Arnarsdóttir.
Íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna. Hanna og Baldur eru ósköp venjulegir krakkar í Reykjavík. Lífið tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja. Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson.Leikarar: Andrea Birna Guðmundsdóttir, Lúkas Emil Johansen, Svandís Dóra Einarsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Framleiðsla: Hreyfimyndasmiðjan.
Baldur gerist sífellt einrænni og Hönnu líður æ verr tilfinningalega. Hanna kemst að því að Kristín vinkona hennar hefur lengi vitað af fyrirhuguðum skilnaði foreldra hennar.

Heimildarþáttur þar sem David Attenborough ferðast til Júrafjalla í svissnesku Ölpunum og rannsakar eitt stærsta maurasamfélag heims.

Heimildamynd um Pál Steingrímsson kvikmyndagerðarmann. Í myndinni er rakin litrík ævisaga Páls, upplifun hans og störf. Áhugamálin hafa leitt hann á hina ólíklegustu staði og oftar en ekki hefur myndavélin verið í för.

Tónlistarþættir þar sem Jón Ólafsson píanóleikari spjallar við dægurlagahöfunda og tónlistarmenn og tekur með þeim lagið. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Gestur í þessum þætti er Jakob Frímann Magnússon.
Íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast. Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Framleiðsla: Elín Sveinsdóttir.
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, er með mörg járn í eldinum þótt hinn svokallaði eftirlaunaaldur hafi bankað upp á hjá honum fyrir nokkrum árum. Gestur starfar enn sem arkitekt auk þess sem hann þróar og ræktar þörunga til framleiðslu afurða og til manneldis. Hann er mikill íþróttamaður og hleypur alla morgna með hundinum sínum, Jakobínu, auk þess sem hann rær kajak og gengur á fjöll.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Laddi hefur skemmt þjóðinni um áratugaskeið. Flest þekkjum við þó persónurnar sem hann leikur betur en manninn sjálfan. Hver er maðurinn á bakvið gervin? Gísli Einarsson fær vini og samferðarmenn Ladda sér til aðstoðar við að draga upp nærmynd af Þórhalli Sigurðssyni, Ladda. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Íslenskir heimildarþættir um ferðalag Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar, og Ásdísar Rósu, eiginkonu hans. Síðla árs 2023 ferðuðust þau á mótorhjóli um Japan. Ferðalagið reyndi á hjónin á ýmsa vegu og framandi venjur, menning og tungumál gerðu þeim erfitt fyrir. En smám saman lærðu þau á lífstaktinn og nutu ferðalagsins. Þegar upp var staðið reyndist Japan eitt eftirminnilegasta landið sem Hringfarinn hefur heimsótt.
Kristján og Ásdís Rósa ná sér aftur á strik eftir erfiðan hjóladag og nýr kafli ferðalagsins hefst. Forn menning og djúpstæð trú Japana setur mark sitt á upplifun þeirra, opnar skilningarvitin og fær þau til að njóta ferðalagsins til hins ítrasta.

Í þáttaröðinni ræðir Eva María Jónsdóttir við konur sem hafa rutt brautina í einhverjum skilningi. Konurnar hafa bæði fengist við störf sem teljast hefðbundin karlastörf, fetað hina hálu braut stjórnmálaframa og komið fram með nýjungar á markaði eða í listum. Þær lýsa á mjög fjölbreyttan hátt glímu sinni við starfið, almenningsálitið og löngun til að stækka eigin hugmyndaheim. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Fyrsti þátturinn af Brautryðjendum fjallar um Ingibjörgu Björnsdóttur sem var skólastjóri í Listdansskóla Íslands og brautryðjandi í menntun dansara á Íslandi.

Uppistand Ara Eldjárns í sjónvarpssal. Stjórn upptöku: Egill Eðvarðsson.

Leppalúði týnir Jólakettinum enn eitt árið. Yfir sig stressaður yfir viðbrögðum Grýlu fær hann Odd með sér til að hjálpa við leitina. Áróra slæst svo með í för eftir að hafa lent í skrautlegu ævintýri þegar óvæntur glaðlegur gestur birtist í jólaundirbúningnum.
Loft og Sjón fylgjast spennt með í sannkölluðu jólastuði.
Tekst hópnum að finna Jólaköttinn fyrir jólin?
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í jólaþætti Landans fjöllum við um heppni. Hvað er heppni og af hverju eru sumir heppnari en aðrir eða óheppnari en flestir?
Við heimsækjum fjölskyldu sem rekur kaffihús í Hafnarfiði og fylgjum listakonu sem ferðaðist alla leið á Norðurpólinn til að vinna að list sinni. Við spáum í berdreymi Íslendinga og ræðum við fjölskyldu sem heldur jólin á nýjum stað á hverju ári.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarþáttur um undirbúning og þátttöku íslenskra keppenda á Vetrarleikum Special Olympics sem haldnir voru í Tórínó á Ítalíu í mars 2025. Dagskrárgerð: Magnús Orri Arnarson.

Íslensk kvikmynd frá 2017 um Salóme sem á í haltu mér, slepptu mér sambandi við meðleigjanda sinn, Hrafn. Líf þeirra umturnast þegar önnur kona verður barnshafandi eftir Hrafn og flytur inn til þeirra. Leikstjóri: Sigurður Anton Friðþjófsson. Aðalhlutverk: Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson, Guðmundur Snorri Sigurðarson, Ævar Már Ágústsson og Júlí Heiðar Halldórsson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Tónleika- og viðtalsmynd um tónlistarmanninn Svavar Pétur Eysteinsson sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló. Vinir hans og fjölskylda fara yfir feril hans og sýnt er frá afmælistónleikum sem haldnir voru til að minnast hans í apríl 2023. Fram koma Skakkamanage, Dr. Gunni, Baggalútur, BSÍ, Moses Hightower, Árný Margrét, Benni HemmHemm, Valdimar, Jónas Sig og FM Belfast ásamt fjölda viðmælenda. Leikstjórn og klipping: Þór Freysson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.