Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í jólaþætti Landans fjöllum við um heppni. Hvað er heppni og af hverju eru sumir heppnari en aðrir eða óheppnari en flestir?
Við heimsækjum fjölskyldu sem rekur kaffihús í Hafnarfiði og fylgjum listakonu sem ferðaðist alla leið á Norðurpólinn til að vinna að list sinni. Við spáum í berdreymi Íslendinga og ræðum við fjölskyldu sem heldur jólin á nýjum stað á hverju ári.
