
Góður strákur og vel uppalinn
Tónleika- og viðtalsmynd um tónlistarmanninn Svavar Pétur Eysteinsson sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló. Vinir hans og fjölskylda fara yfir feril hans og sýnt er frá afmælistónleikum sem haldnir voru til að minnast hans í apríl 2023. Fram koma Skakkamanage, Dr. Gunni, Baggalútur, BSÍ, Moses Hightower, Árný Margrét, Benni HemmHemm, Valdimar, Jónas Sig og FM Belfast ásamt fjölda viðmælenda. Leikstjórn og klipping: Þór Freysson.