16:00
Kiljan
29. okt. 2025
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlaskrifari, er gestur í Kilju að þessu sinni. Hún segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Allt sem við hefðum getað orðið. Nýstirni í íslenskum bókmenntum hittum við norður á Hjalteyri, það er Nína Ólafsdóttir, sem hefur fengið feikilega góða dóma fyrir fyrstu skáldsögu sína, Þú sem ert á jörðu. Andri Snær Magnason kemur í þáttinn og segir frá stuttri skáldsögu eftir sig sem nefnist Jötunsteinn - og fjallar um arkitektúr meðal annars. Jón Óskar Sólnes bjó árum saman í Washington og segir frá lífinu þar í samnefndri bók. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Láka-rímur eftir Bjarka Karlsson, Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason og Hvalbak eftir Maó Alheimsdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 45 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,