Kiljan

29. okt. 2025

Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlaskrifari, er gestur í Kilju þessu sinni. Hún segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Allt sem við hefðum getað orðið. Nýstirni í íslenskum bókmenntum hittum við norður á Hjalteyri, það er Nína Ólafsdóttir, sem hefur fengið feikilega góða dóma fyrir fyrstu skáldsögu sína, Þú sem ert á jörðu. Andri Snær Magnason kemur í þáttinn og segir frá stuttri skáldsögu eftir sig sem nefnist Jötunsteinn - og fjallar um arkitektúr meðal annars. Jón Óskar Sólnes bjó árum saman í Washington og segir frá lífinu þar í samnefndri bók. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Láka-rímur eftir Bjarka Karlsson, Staðreyndirnar eftir Hauk Helgason og Hvalbak eftir Maó Alheimsdóttur.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

29. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,