Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Eins og við sögðum frá í gær höfðu Sjúkratryggingar greitt Læknasetrinu ehf hátt í 200 milljónir króna á tveggja ára tímabili, fyrir þúsundir POTS-meðferða, sem ekki stóðust vísindalegar kröfur og vafi lék á hvort ofrukkað hafði verið fyrir. Í framhaldi vakna spurningar um kaup ríkisins og skipulag á heilbrigðisþjónustu, sem Ríkisendurskoðun gagnrýndi í tveimur skýrslum, sem komu út í sumar, önnur um veikburða Sjúkratryggingar og hin um mönnunarvanda Landspítalans. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, var gestur Kastljóss en fyrst ræddum við við forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í seinni undaúrslitum mætast lið Fjarðabyggðar og Skagafjarðar.
Lið Fjarðabyggðar skipa Jón Svanur Jóhannsson grunnskólakennari á Eskifirði, Kjartan Bragi Valgeirsson læknanemi og Sigrún Birna Björnsdóttir fræðslustjóri Alcoa Fjarðaráls.
Lið Skagafjarðar skipa Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands, Guðný Zoëga fronleifafræðingur á Byggðasafni Skagfirðinga og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.
Sænskir matreiðsluþættir frá 2023. Grínistinn David Batra og fréttakonan Malin Mendel ætla að opna veitingastað á Indlandi. Þau ákveða hvað verður á matseðlinum með því að prófa sig áfram í að elda klassíska indverska rétti og gamlar fjölskylduuppskriftir.
Leikin íslensk þáttaröð sem fjallar um fimm menntaskólanema, vináttu þeirra og áskoranir. Fimm einstaklingar á aldrinum 17-20 ára voru valdir til að taka þátt í að skapa og skrifa þáttaröðina undir leiðsögn Dominique Sigrúnardóttur leikstjóra og handritshöfundar. Þættirnir eru afrakstur samstarfs RÚV, Hins hússins og Reykjavíkurborgar.
Matti fær erfiðar fréttir og leitar til Almars frænda síns. Jósafat er enn týndur og vinirnir ákveða að halda minningarathöfn um hann.
Norsk gamanmynd fyrir alla fjölskylduna frá 2023 um hina 12 ára gömlu Minu. Þegar hiphop-dansarinn Edvin byrjar í skólanum hennar verður hún yfir sig ástfangin. Edvin vill setja saman danshóp til að taka þátt í keppni í bænum og hún ákveður að mæta í áheyrnarprufu, þrátt fyrir að kunna alls ekki að dansa. Leikstjóri: Aurora Gossé. Aðalhlutverk: Liv Elvira Kippersund Larsson, Sturla Harbitz og Viljar Knutsen Bjaadal.
Breskir sakamálaþættir byggðir á skáldsögum eftir P. D. James. Rannsóknarlögreglumaðurinn og ljóðskáldið Adam Dalgliesh rannsakar sakamál um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Bertie Carvel. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Leikin frönsk þáttaröð frá 2023 um frönsku ofurfyrirsætuna, leik- og söngkonuna Brigitte Bardot. Fylgst er með Bardot fóta sig í breyttum veruleika við upphaf frægðar sinnar árið 1949 til ársins 1960. Aðalhlutverk: Julie de Nunez, Victor Belmondo og Géraldine Pailhas. Leikstjórn: Christopher Thompson og Danièle Thompson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.