13:35
Kastljós
Kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Eins og við sögðum frá í gær höfðu Sjúkratryggingar greitt Læknasetrinu ehf hátt í 200 milljónir króna á tveggja ára tímabili, fyrir þúsundir POTS-meðferða, sem ekki stóðust vísindalegar kröfur og vafi lék á hvort ofrukkað hafði verið fyrir. Í framhaldi vakna spurningar um kaup ríkisins og skipulag á heilbrigðisþjónustu, sem Ríkisendurskoðun gagnrýndi í tveimur skýrslum, sem komu út í sumar, önnur um veikburða Sjúkratryggingar og hin um mönnunarvanda Landspítalans. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, var gestur Kastljóss en fyrst ræddum við við forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,