Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Skipulag í Keldnalandi, nýju hverfi fyrir botni Grafarvogs, er í fullum gangi. Hverfið á að vera vistvænt og borgarlína helsti samgöngumáti íbúa hverfisins Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur skipulagið hins vegar fullkomlega óraunhæft, þar sem reiknað er með að yfir 60 prósent heimila geti ekki verið á bíl og að stæði verði ekki við hús eða í kjöllurum heldur í sérstökum bílastæðahúsum. Hildur og Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, eru gestir Kastljóss.
Gamanþættirnir Brjánn hófu göngu sína á Sýn á dögunum. Þeir fjalla um fótboltaóðan slæpingja, sem fyrir röð tilviljana endar sem þjálfari karlaliðs Þróttar í fótbolta. Sólmundur Hólm er einn handritshöfunda og Halldór Gylfason fer með aðalhlutverk. Þetta er þeim hjartans mál því þeir eru báðir grjótharðir Þróttarar, með tilheyrandi gleði og sorg.