10:25
Útúrdúr
Hver er munurinn á vélritun og píanóleik?
Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Í þessum þætti er fjallað um hlutverk flytjandans í klassískri tónlist. Hvað felst í túlkun tónverka - annað en að spila réttar nótur í réttri röð? Hvað stendur í nótunum, og hvað vantar í þær? Og hversu miklu getur maður leyft sér að bæta við? Fram komu: Alfred Brendel, Martin Frost, Roger Scruton, Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Oddný Magnúsdóttir.

Er aðgengilegt til 28. nóvember 2025.
Lengd: 47 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,