Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Í þættinum keppa Nóturnar á móti Nöggunum í æsispennandi keppni, þar sem keppt verður í þrautunum Hávamál og Sykurbomba.
Hávamál: Keppendur byrja á því að brjóta saman skutlu, svo kasta þeir henni í háf. Ef þau hitta ekki ná þau í hana og reyna aftur. Fyrsta liðið til að hitta báðum skutlunum í háfinn vinnur.
Sykurbomba: Keppandi slær í eldhússpaða til að skjóta sykurpúða upp í loft sem hin keppandi grípur í plastglasi. Liðið sem hittir fleiri sykurbúðum í glasið vinnur.
Keppendur eru:
Naggarnir: Aðalbjörn Stefánsson og Marel Magnússon
Nóturnar: Rut Páldís Eiðsdóttir og Jón Ingi Garðarsson