13:15
Veislan
Vigur
Veislan

Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið og kynnast matarmenningu þjóðarinnar. Í þriðju þáttaröð Veislunnar leiða þeir félagar áhorfendur í ævintýraferðir um hinar ýmsu eyjar.

Vestfirðir eru stórfenglegir og þar má líka finna litlar perlur eins og eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Þangað hafa Sverrir Þór og Gunnar Karl ekki komið áður. Himnesk flatbaka, nornaseiður á Hólmavík, Gvendarlaug hins góða, dásamleg íslensk kirsuber og yfirgefin síldarverksmiðja á Djúpavík er meðal þess sem kemur við sögu. Gunnar Karl töfrar fram gómsæta fiskisúpu að mestu úr hráefni úr nærsveitum.

Er aðgengilegt til 19. júlí 2026.
Lengd: 44 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,