16:05
Veislan
Austfirðir - Borgarfjörður eystri
Veislan

Nýir íslenskir lífstíls- og matarþættir þar sem þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið, kynnast áhugaverðu fólki og fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun í nýtingu auðlinda. Á leið sinni á hvern áfangastað safna þeir hráefnum sem Gunnar Karl nýtir til matreiðslu í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna. Leikstjórn: Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.

Í þessum þætti fljúga Dóri og Gunnar Karl til Egilsstaða og koma meðal annars við í Neskaupstað á leið sinni á Borgarfjörð eystra. Á áfangastað kíkja þeir á lundahótel, fara á kajak og sanka að sér matvælum úr nánasta umhverfi fyrir veisluna sem haldin er á gömlu steinbryggjunni.

Er aðgengilegt til 10. ágúst 2025.
Lengd: 28 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,