
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Fjarðabyggðar og Grindavíkur. Lið Grindavíkur skipa Agnar Steinarsson, Margrét Pálsdóttir og Daníel Pálmason. Lið Fjarðabyggðar skipa Jón Svanur Jóhannson, Guðmundur Rafnkell Gíslason og Kjartan Bragi Valgeirsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Nýir íslenskir lífstíls- og matarþættir þar sem þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið, kynnast áhugaverðu fólki og fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun í nýtingu auðlinda. Á leið sinni á hvern áfangastað safna þeir hráefnum sem Gunnar Karl nýtir til matreiðslu í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna. Leikstjórn: Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Í þessum þætti fljúga Dóri og Gunnar Karl til Egilsstaða og koma meðal annars við í Neskaupstað á leið sinni á Borgarfjörð eystra. Á áfangastað kíkja þeir á lundahótel, fara á kajak og sanka að sér matvælum úr nánasta umhverfi fyrir veisluna sem haldin er á gömlu steinbryggjunni.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Löngum hefur trú á álfa og huldufólk verið mikil á Íslandi. Í kirkju á Suðurlandi er að finna kaleik sem sagður er vera frá 14. öld. Sagan segir að kaleikurinn sé kominn frá álfum og gæddur slíkum töframætti að fólk gerði sér ferð í kirkjuna til að drekka af honum í von um bata. En hvaðan kemur þessi kaleikur og hefur hann töframátt? Kemur hann frá álfum eða gæti þetta jafnvel verið hinn heilagi kaleikur?

Heimildarmynd um merkan feril Davids Attenborough við gerð náttúrulífsmynda. Í myndinni er Attenborough fylgt eftir allt frá Galapagos-eyjum til fjalla Kanada og frumskóga Borneó.


Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.

Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir þar sem við fylgjumst með ferðalagi íslenska hópsins á Eurovision í Basel. VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir og félagar þeirra í íslenska atriðinu kynnast lífinu í Basel og umstanginu í kringum keppnina. Umsjón: Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Árni Beinteinn Árnason.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Michael Mosley hittir fólk víða um heim sem virðist hafa fundið leiðir til að hægja á öldrun sinni og rannsakar vísindin á bak við fullyrðingar þeirra.

Sænskir þættir þar sem litið er heim til þekktra hönnuða í Svíþjóð. Arkitektar, listafólk, steinsmiðir og húsgagnahönnuðir sýna hvernig þau skapa sér einstök og áhugaverð heimili.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta.
Leikur Stjörnunnar og Tindastóls í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Leikir í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta.
Leikur Þróttar og Víkings í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta.
Farið yfir leikina í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.