
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er skelfingu lostinn yfir því að dóttir hans vilji smakka sterku sósuna sem hann er með! Hann verður að passa að hún nái ekki sósunni!
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loftfarið hefur hrapað, krakkarnir eru týndir og enginn veit með vísu hvort og hvenær þau komast aftur heim.
Edduverðlaunaþættir frá 2016 úr smiðju Ævars vísindamanns. Sem fyrr kannar Ævar furðulega og spennandi hluti úr heimi vísindanna. Hann fer meðal annars í svaðilför til Surtseyjar og rannsaka stærstu tilraun í heimi. Stórskemmtilegir þættir fyrir alla fjölskylduna. Dagskrárgerð: Gunnar B. Gudmundsson og Ævar Þór Benediktsson.
Í þætti dagsins ætlar Ævar að skoða alls konar vísindi. Við heimsækjum Vísindavef Háskóla Íslands, skoðum ævafornt sverð, vísindakona dagsins er heimspekingur, við rannsökum hvers vegna okkur kitlar og svo ætlum við að komast að því hvað varð um flöskuskeytin sem Ævar kastaði í hafið fyrir rúmu ári síðan.
Heimildarmynd um Ídu Jónasdóttur Herman sem fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni og flutti vestur um haf undir lok seinni heimsstyrjaldar. Þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum í meira en 70 ár skilgreinir Ída sig alltaf fyrst og fremst sem Íslending. Nú er hún komin á tíræðisaldur og hefur ákveðið að láta æskudraum sinn um að svífa um loftin blá rætast. Umsjón: Alma Ómarsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir. Dagskrárgerð: Birgir Þór Birgisson.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Þekktasta lagið úr söngleiknum Gauragangi, sem gerði allt vitlaust á Íslandi árið 1994, er ástleitna efasemdaballaðan Er hann sá rétti? Lagið, sem flutt er af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, er eftir Björn Jörund Friðbjörnsson nýdanskan sem leikur undir seiðandi sönginn með hljómsveit sinni. Textann samdi höfundur leikverksins, Ólafur Haukur Símonarson. Það má því segja að þrenns konar kjarnaefni sameinist í sprengjunni sem er til fílunar hjá þeim Snorra Helgasyni og Bergi Ebba. Við sögu koma meikdraumar íslenska músíkbransans, Hallærisplanið, Range Roverar, kraftgallar og margt margt fleira. Sandra Barilli stýrir fílun.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit er sögufrægur staður. Þar var á öldum áður kaþólskt klaustur sem hafði mikil ítök. Fyrir 80 árum fann fimm ára strákur kertastjaka og styttu við kirkjuna sem hafa verið í hans fórum síðan. Getur verið að þessir hlutir séu frá tímum klaustursins? Við rannsökum málið og kynnum okkur merka sögu klausturhalds á Íslandi.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Við fáum Nóbelsverðlaunahafa í Kilju kvöldsins. Það er Abdulrazak Gurnah sem er upprunalega frá Tansaníu en býr í Bretlandi. Eftir hann hafa komið út á íslensku bækurnar Paradís og Malarhjarta. Natasha S. er íslensk/rússneskur höfundur, skrifar á íslensku og sendir nú frá sér ljóðabókina Mara kemur í heimsókn, magnað verk. Natasha hittir okkur í bókabúðinni Skáldu. Jón Knútur Ásmundsson, skáld frá Neskaupsstað, kemur fljúgandi að austan í þáttinn með bók sína Slög. Í Bókum og stöðum förum við vestur í Bolungarvík. Þar koma meðal annarra við sögu Eiríkur Guðmundsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Kalman Stefánsson. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Ferðabíó herra Saitos eftir Annette Bjergfeldt, Atburðinn eftir Annie Enraux og Albertine-æfingarnar eftir Anne Carson.
Náttúrulífsþættir þar sem David Attenborough skoðar þróun lífsins á jörðinni í víðu samhengi, allt frá því frumstætt líf kviknaði fyrst í flæðarmálinu fyrir hundruðum milljóna ára til hins fjölskrúðuga lífs sem nú byggir jörðina.

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti flytja hljómsveitakrakkarnir í Stundin rokkar geggjað rokklag. Hrannar Þór æfir sig í því að galdra og í lokaþættinum af Víkingaþrautinni þurfa víkingurinn og krakkarnir að keppa við sjálfan Loka í hnefatafli.
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Krakkarnir ferðast hinumeginn á hnöttinn og kynnast Japanskri matarmenningu, þegar þau læra að búa til Sushi.
Þó eru ekki allir sem borða Sushi, mun það breytast?
Snillingarnir Linda Ýr og Baldur Björn eru í rannsóknarleiðangri og ætla að komast að því hvers vegna náttúran er að breytast.
Jörðin er þáttur sem fjallar um umhverfismál og hvernig krakkar geta hjálpað til við að breyta heiminum til hins betra.
Umsjón: Linda Ýr Guðrúnardóttir og Baldur Björn Arnarsson
Í þessum þætti kynna Linda og Baldur sér hvaða áhrif matarsóun hefur á loftslagið okkar.
Þau tala við Rakel sem er sérfræðingur í matarsóun, hitta flotta krakka í Húsaskóla sem eru með sérstakt átak gegn matarsóun, og síðan hitta þau líka Hafberg garðyrkjumann hjá Lambhaga sem segir okkur allt um það hvernig fræ verður að káli.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Guðrún Dís Emilsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Vilhjálmur Siggeirsson.
Í lokaþætti Alla leið í ár hlustum við á lögin 6 sem sjálfkrafa eru komin áfram í aðalkeppni Eurovision. Þau Felix Bergsson, Gunna Dís og Gunnar Birgisson eru á sínum stað en fá til sín Fannar Sveinsson og Selmu Björnsdóttur. Einnig munu liðin spá fyrir um hverjir verða í efstu 10 sætunum í Eurovision 2025 sem haldin verður 17. maí í Basel, Sviss.

Sannsöguleg bresk kvikmynd frá 2020 um einstæðan föður sem greinist með krabbamein og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Hann hefst handa við að finna góða fjölskyldu handa þriggja ára syni sínum til að tryggja honum örugga framtíð. Leikstjóri: Uberto Passolini. Aðalhlutverk: James Norton, Daniel Lamont og Eileen O‘Higgins.

Kvikmynd frá 2021 í leikstjórn Maggie Gyllenhaal. Leda er í fríi á grískri strönd þegar hún verður hugfangin af ungri móður og dóttur hennar. Einlægt samband mæðgnanna vekur upp erfiðar tilfinningar og Leda neyðist til að horfast í augu við óhefðbundnar ákvarðanir sem hún tók sem ung móðir. Aðalhluverk: Olivia Colman, Dakota Johnson og Peter Sarsgaard.
Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.