11:30
Fílalag (8 af 8)
Steinunn Ólína og Nýdönsk - Er hann sá rétti?
Fílalag

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.

Þekktasta lagið úr söngleiknum Gauragangi, sem gerði allt vitlaust á Íslandi árið 1994, er ástleitna efasemdaballaðan Er hann sá rétti? Lagið, sem flutt er af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, er eftir Björn Jörund Friðbjörnsson nýdanskan sem leikur undir seiðandi sönginn með hljómsveit sinni. Textann samdi höfundur leikverksins, Ólafur Haukur Símonarson. Það má því segja að þrenns konar kjarnaefni sameinist í sprengjunni sem er til fílunar hjá þeim Snorra Helgasyni og Bergi Ebba. Við sögu koma meikdraumar íslenska músíkbransans, Hallærisplanið, Range Roverar, kraftgallar og margt margt fleira. Sandra Barilli stýrir fílun.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,