
Aldrei of seint
Heimildarmynd um Ídu Jónasdóttur Herman sem fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni og flutti vestur um haf undir lok seinni heimsstyrjaldar. Þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum í meira en 70 ár skilgreinir Ída sig alltaf fyrst og fremst sem Íslending. Nú er hún komin á tíræðisaldur og hefur ákveðið að láta æskudraum sinn um að svífa um loftin blá rætast. Umsjón: Alma Ómarsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir. Dagskrárgerð: Birgir Þór Birgisson.