16:50
Nærumst og njótum
Íslensk þáttaröð í sex hlutum í umsjón Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði. Í þáttunum er fylgst með fjölbreyttum hópi fólks taka næringar- og matarvenjur sínar til gagngerrar endurskoðunar í þeim tilgangi að nærast betur - og njóta um leið. Framleiðandi: Sagafilm.
Eva Margrét Jónudóttir og Jón Sigurður Snorri Bergsson búa í Borgarnesi ásamt börnum sínum tveimur, Þóreyju og Bergi. Fjölskyldan er mikið fyrir mat, heldur í þjóðlegar hefðir og eldar oft í stórum skömmtum til að búa í haginn. Nart á milli mála truflar seddustjórnunina hjá þeim öllum, auk þess sem þau þurfa að huga að skammtastærðum og almennu skipulagi varðandi mat og matarundirbúning.
Er aðgengilegt til 07. ágúst 2025.
Lengd: 28 mín.
e
Dagskrárliður er textaður.