
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er hræddur um að ofur segullinn sem dóttir hans býr til muni laða að sér alla þungu hlutina á heimilinu og valda slysi! Hvernig getur hann stoppað hana?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Loft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Krakkarnir vilja hitta Loft og Loft vill hitta krakkana en hver þorir að taka fyrsta skrefið? Hver veit, kannski geta þau lært ýmislegt af hvort öðru.

Náttúrulífsþættir þar sem David Attenborough skoðar þróun lífsins á jörðinni í víðu samhengi, allt frá því frumstætt líf kviknaði fyrst í flæðarmálinu fyrir hundruðum milljóna ára til hins fjölskrúðuga lífs sem nú byggir jörðina.
Þættir þar sem við fylgjumst með ferðalagi íslenska hópsins á Eurovision í Basel. VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir og félagar þeirra í íslenska atriðinu kynnast lífinu í Basel og umstanginu í kringum keppnina. Umsjón: Gunnar Birgisson. Stjórn upptöku: Árni Beinteinn Árnason.

Sigurlaug M. Jónasdóttir ræðir við Pál Óskar um lögin hans, textana, vinsældirnar, tilfinninguna að standa á sviði með Sinfóníuhljómsveit Íslands, baráttuandann og framtíðina. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.

Heimildarmynd í tveimur hlutum frá BBC þar sem leikkonan Vicky McClure úr þáttunum Skylduverkum ákveður að stofna kór með fólki með heilabilun af einhverju tagi, en rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks með heilabilun.
Heimildarmynd sem veitir innsýn í hvernig það er að vera transmanneskja í Finnlandi. Við hittum parið Emil og Oliviu sem langar að eignast barn, en hver ræður því hverjir eiga rétt á að verða foreldrar og hvernig þeir fara að því?
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Löngum hefur trú á álfa og huldufólk verið mikil á Íslandi. Í kirkju á Suðurlandi er að finna kaleik sem sagður er vera frá 14. öld. Sagan segir að kaleikurinn sé kominn frá álfum og gæddur slíkum töframætti að fólk gerði sér ferð í kirkjuna til að drekka af honum í von um bata. En hvaðan kemur þessi kaleikur og hefur hann töframátt? Kemur hann frá álfum eða gæti þetta jafnvel verið hinn heilagi kaleikur?

Leikir í Evrópubikar kvenna í handbolta.
Síðari leikur Vals og Porrino í úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta.
Þáttaröð um ungt hinsegin fólk á Íslandi, baráttu þeirra og daglegt líf. Umsjón: Ingileif Friðriksdóttir. Dagskrárgerð: Guðmundur Einar.
Þáttaröð um ungt hinseginfólk á Íslandi, baráttu þeirra og daglegt líf. Í þessum þætti er fjallað um kynsegin fólk, þ.e. fólk sem skilgreinir sig utan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju karlkyns og kvenkyns.

Brot af því besta frá hátíðardagskrá Hinsegin daga 2020.


Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti fylgjumst við með æsispennandi keppni í Frímó, þar sem keppendur leysa þrautirnar Sápu ópera og Undir ál - lögum. Í fyrsta þætti smáseríunnar Matargat búa Ylfa og Máni til girnilega kanilfléttu og síðan sjáum við nokkur vel valin brot úr Stundinni okkar, sem er elsti sjónvarpsþátturinn á Íslandi.
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Ástralía verður fyrir valinu að þessu sinni en einn vinsælasti eftirrétturinn þar í landi er Lamington kaka eða Lammo.
Snillingarnir Linda Ýr og Baldur Björn eru í rannsóknarleiðangri og ætla að komast að því hvers vegna náttúran er að breytast.
Jörðin er þáttur sem fjallar um umhverfismál og hvernig krakkar geta hjálpað til við að breyta heiminum til hins betra.
Umsjón: Linda Ýr Guðrúnardóttir og Baldur Björn Arnarsson
Það er til svakalega mikið af plasti í heiminum. Plast getur verið gagnlegt en stóra vandamálið er að við eigum of mikið af því og setjum það ekki í endurvinnsluna. Baldur og Linda kanna hvað við getum gert við þessu vandamáli.
Í Stundarglasinu er keppt í einkennilegum og stórundarlegum íþróttagreinum sem ekki er keppt í á Ólympíuleikum.
Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson
Við fórum á Dalvík og hittum þar fjóra hressa krakka sem taka þátt í RiSA þrautum í Stundarglasinu. Þátttakendur: Óskar Karel Snæþórsson, Dagur Ýmir Sveinsson, Ísól Anna Jökulsdóttir og Úlfhildur Embla Klemenzdóttir

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Bein útsending frá Eurovision í Basel.
Bein útsending frá úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun.

Spennu- og ævintýramynd frá 1993 með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Myndin segir frá landverðinum Gabe sem er sendur á fjall að bjarga hópi klifrara í vanda. Þegar þangað er komið kemur þó í ljós að hinir svokölluðu klifrarar eru í raun glæpamenn sem þurfa á aðstoð Gabe að halda til að finna þýfi sem hefur týnst á fjallinu. Leikstjóri: Reynny Harlin. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Bein útsending frá Eurovision í Basel.
Bein útsending frá úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun.