
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti fylgjumst við með æsispennandi keppni í Frímó, þar sem keppendur leysa þrautirnar Sápu ópera og Undir ál - lögum. Í fyrsta þætti smáseríunnar Matargat búa Ylfa og Máni til girnilega kanilfléttu og síðan sjáum við nokkur vel valin brot úr Stundinni okkar, sem er elsti sjónvarpsþátturinn á Íslandi.