
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Ísafjarðarbæjar og Stykkishólms. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Hulda Guðfinna Geirsdóttir dagskrárgerðarkona.
Lið Ísafjarðarbæjar skipa María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri hjá GOmobile, Silja Rán Guðmundsdóttir sálfræðinemi við HÍ og Gunnar Atli Gunnarsson laganemi og fréttamaður á Stöð 2.
Lið Stykkishólms skipa Anna Melsteð sem er með útgáfufyrirtæki, gefur út Stykkishólmspóstinn og er túbuleikari í Lúðrasveit Stykkishólms, Magnús Aðalsteinn Sigurðsson fornleifafræðingur og minjavörður hjá Minjastofu Íslands og Róbert Arnar Stefánsson héraðsmeistari og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vesturlands.
Heimildarmynd frá 2022 um rithöfundinn Vigdísi Grímsdóttur. Auður Jónsdóttir tekur Vigdísi tali og vinir og samferðamenn tala um kynni sín af henni. Rætt er um feril hennar og árin sem hún stundaði kennslu á Ströndum.

Sænskur heimildarþáttur frá 2023 þar sem fylgst er með nokkrum karlmönnum fara til hárgreiðslumannsins Rickards í þeim tilgangi að fela hármissi. Þeir ræða á einlægan hátt um hármissinn, karlmennsku og kynþokka.

Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Tólf listamenn veita innsýn í sköpunarferli sitt, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Rakel McMahon fer meðal annars í gegnum ferlið á bak við gjörninga sína. Hildigunnur Birgisdóttir ræðir ferlið við að stækka upp fjöldaframleidda hluti fyrir sýningu sína, Peace, í i8. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.


Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Bilun í verksmiðju Norðuráls er enn eitt höggið á atvinnulífið, sem hefur þegar sýnt skýr merki þess að vera farið að kólna. Þá eru húsnæðislánamarkaður í uppnámi: í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólöglega skilmála á óverðtryggðum lánum hafa bankarnir þrengt lánakjör sín og Landsbankinn ætlar að hætta að veita verðtryggð lán nema fyrir fyrstu kaupendur. Við förum yfir stöðuna með Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, Ragnari Þór Ingólfssyni, þingmanni Flokki fólksins, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, og Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, þingmanni Samfylkingarinnar.
Í seinni hluta þáttar ræðum við við Carstein Staur, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um breytt landslag í þróunarsamvinnu eftir stórfelldan niðurskurð stórra framlagsríkja til opinberrar þróunaraðastoðar það sem af er ári.

Gráglettin finnsk glæpaþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Mariu Pudas sem rannsakar glæpi í stærsta lögregluumdæmi heims, Lapplandi. Stuðst er við raunverulega glæpi sem gerst hafa á svæðinu í handriti þáttanna. Aðalhlutverk: Saara Kotkaniemi, Iina Kuustonen og Heikki Ranta. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Bandarísk heimildarmynd frá 2022 um eðlisfræðinginn Ted Hall sem starfaði að þróun kjarnorkuvopna fyrir Bandaríkin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann gerðist njósnari fyrir Sovétríkin og deildi mikilvægum upplýsingum um vopnaþróun. Leikstjóri: Steve James. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.