
Takk Vigdís
Þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur þar sem rætt er við samstarfsfólk, vini og kunningja Vigdísar um forsetatíð hennar og þrautagönguna að embættinu. Hvað einkenndi íslensku konuna sem braut blað í heimssögunni og hvaða áskoranir fylgdu því að vera fyrsta konan? Hvaða pólitísku mál reyndust henni erfiðust og að hvaða leyti hafði Vigdís áhrif á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar? Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.