
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Þegar litlir stubbar fá hiksta hringir lítil bjalla í húsi Hikstaskrímslisins. Þá stekkur hann af stað, fer í freyðibað og lagar þannig hikstann. Eins gott að hann festist ekki í of þröngri peysu og komist þar af leiðandi ekki í bað!
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Fjölskyldumynd frá 2016 um drenginn Móglí sem elst upp meðal úlfa í frumskóginum. Þegar hættulegt tígrisdýr ógnar lífi hans reynir dýrafjölskyldan að sannfæra hann um að yfirgefa skóginn og setjast að meðal manna. Leikstjóri: Jon Favreau. Aðalhlutverk: Neel Sethi, Bill Murray og Ben Kingsley.

Heimildarmynd frá 2021 í leikstjórn Jonathan Finnigan. Söngkonan Cher flýgur þvert yfir hnöttinn í miðjum heimsfaraldri til að frelsa fílinn Kaavan úr 35 ára langri ánauð.

Fróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Laddi hefur skemmt þjóðinni um áratugaskeið. Flest þekkjum við þó persónurnar sem hann leikur betur en manninn sjálfan. Hver er maðurinn á bakvið gervin? Gísli Einarsson fær vini og samferðarmenn Ladda sér til aðstoðar við að draga upp nærmynd af Þórhalli Sigurðssyni, Ladda. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.

Upptaka frá tónleikum hljómsveitar Tómasar R. Einarssonar og söngkonunnar Ragnhildar Gísladóttur sem fram fóru í Norðurljósasal Hörpu á Jazzhátíð Reykjavíkur í september 2021. Á efnisskrá voru lög eftir Tómas R. Einarsson við ljóð íslenskra skálda. Aðrir hljóðfæraleikarar: Davíð Þór Jónsson á píanó og Hammondorgel, Ómar Guðjónsson á gítar og Magnús Trygvason Eliassen á Trommur. Framleiðandi: Blánótt.
Heimildarmynd um Surtsey eftir Gísla Einarsson og Magnús Atla Magnússon. Myndin var gerð í tilefni af því að 60 ár eru síðan eldgosið sem myndaði Surtsey hófst. Frá upphafi hefur vísindafólk fylgst grannt með framgangi náttúrunnar í Surtsey, allt frá því að fyrsta plantan nam þar land til dagsins í dag þegar fjölbreytt plöntu- og dýralíf er í eynni. Saga Surtseyjar er rifjuð upp í árlegum vísindaleiðangri á vegum Surtseyjarfélagsins sumarið 2023.
Þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur þar sem rætt er við samstarfsfólk, vini og kunningja Vigdísar um forsetatíð hennar og þrautagönguna að embættinu. Hvað einkenndi íslensku konuna sem braut blað í heimssögunni og hvaða áskoranir fylgdu því að vera fyrsta konan? Hvaða pólitísku mál reyndust henni erfiðust og að hvaða leyti hafði Vigdís áhrif á sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar? Dagskrárgerð: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.


Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Söngur: Ída María Arnarsdóttir og Unnur Signý Aronsdóttir
Lag & texti: Hólmfríður Samúelsdóttir
Upptökur radda: Arnar Jónsson
Útsetning og hljóðfæraleikur: Stefán Örn Gunnlaugsson
Leikstjórn og handrit myndbands: Agnes Wild
Leikmynd: Eva Björg Harðardóttir
Upptökustaður: Griðastaðir RY
Myndbandið er framleitt af RÚV.
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Þingkonan Inga Sæland ólst upp í Ólafsfirði og bjó þar allt til fullorðinsára þegar hún flutti suður og hóf lögfræðinám. Við kynnumst æskuslóðum Ingu í Ólafsfirði þar sem margt hefur breyst.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Fjölskyldumynd frá 1996 um dalmatíuhundana Pongo og Perditu og eigendur þeirra, hjónin Roger og Anítu. Hin illa Grimmhildur Grámann ágirnist hvolpa Pongos og Perditu og dreymir um að búa til pelsjakka úr feldi þeirra. Dag einn lætur hún til skarar skríða og rænir hvolpunum. Þá verða foreldrarnir, ásamt Roger og Anítu, að beita öllum ráðum til að bjarga þeim áður en það verður um seinan. Aðalhlutverk: Glenn Close, Jeff Daniels og Joely Richardson. Leikstjóri: Stephen Herek.

Rómantísk gamanmynd frá 1993 með Tom Hanks og Meg Ryan í aðalhlutverkum. Átta ára sonur ekkilsins Sams hringir í útvarpið í beinni útsendingu og auglýsir eftir konu fyrir föður sinn í von um að hjálpa honum út úr sorginni. Blaðakonan Ryan heyrir í feðgunum í útvarpinu og örlögin taka í taumana. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna. Leikstjóri: Nora Ephron.

Íslensk spennumynd frá 2023 byggð á samnefndri skáldsögu Arnalds Indriðasonar. Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöldinni á toppi Vatnajökuls dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af mönnum sem svífast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál. Leikstjóri: Óskar Þór Axelsson. Aðalhlutverk: Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox, Iain Glen, Ólafur Darri Ólafsson, Atli Óskar Fjalarsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.