Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Landsbankinn er hættur að veita verðtryggð lán, nema til fyrstu kaupenda, eftir vaxtamálið svokallaða í Hæstarétti fyrir tveimur vikum. Hinir bankarnir hafa ekki tilkynnt um hver þeirra næstu skref verða en mikil óvissa er á bygginga- og fasteignamarkaði. Rætt er um áhrif vaxtamálsins við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks og Róbert Farestveit hagfræðing hjá Alþýðusambandi Íslands.
Hversu langt getur dómstóll götunnar gengið? Hvað þýðir nafnleynd á samfélagsmiðlum og hvar liggur línan þegar kemur að því að setja fram persónugreinandi upplýsingar? Við kynnum okkur málið í þættinum.
Fáir hafa meira að gera nú um stundir en starfsmenn bílaverkstæða - þar eru sumardekk tekin af í þúsundatali á degi hverjum. Við heimsækjum verkstæði í þættinum og heyrum líka í veðurfræðingi sem spáir í snjókomu morgundagsins.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Fljótsdalshéraðs og Ölfus. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona.
Lið Fljótsdalshéraðs skipa Björg Björnsdóttir verkefnastjóri sveitasjórnarmála á Austurlandi, Eyjólfur Þorkelsson læknir og Þorsteinn Bergsson sauðfjárbóndi og þýðandi.
Lið Ölfus skipa Hannes Stefánsson framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Ingibjörg Hjörleifsdóttir nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Ásta Margrét Grétarsdóttir bókari.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Bilun í verksmiðju Norðuráls kemur líklega til með að valda búsifjum. Óvíst er hversu mikil áhrifin verða fyrir þjóðarbúið, sem hefur þegar sýnt merki þess að vera farið að kólna. Þá eru húsnæðislánamarkaður í uppnámi: í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólöglega skilmála á óverðtryggðum lánum hafa bankarnir þrengt lánakjör sín og Landsbankinn ætlar að hætta að veita verðtryggð lán nema fyrir fyrstu kaupendur. Við förum yfir stöðuna með Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, Ragnari Þór Ingólfssyni, þingmanni Flokki fólksins, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, og Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, þingmanni Samfylkingarinnar.
Í seinni hluta þáttar ræðum við við Carstein Staur, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um breytt landslag í þróunarsamvinnu eftir stórfelldan niðurskurð stórra framlagsríkja til opinberrar þróunaraðastoðar það sem af er ári.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson yfirheyrir íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Það verður nóg af flippi í þessum þætti Hljómskálans. Flippuð lög, flippuð föt, flippaðar sögur og flipp sem fór gersamlega úr böndunum. Gamalt og nýtt í fádæma flippuðum Hljómskála.
Stuttir þættir þar sem rætt er við vísindamenn um hvaða áhrif loftslagsbreytingar geta haft á villta náttúru Íslands. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Dagskrárgerð: Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason. Framleiðsla: Ljósop.
Í þættinum er rætt við vísindamenn um ref, mink, hagamús og hreindýr og um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á þessi villtu spendýr í náttúru Íslands.

Fyrsta þáttaröð Með okkar augum, þar sem fólk með þroskahömlun skoðar málefni líðandi stundar með sínum augum og spyr þeirra spurninga sem því eru hugleiknastar hverju sinni. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Þættir frá 2011.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Unglingsstúlka, sem lenti í greipum ofbeldishópsins 764, var þvinguð til sjálfskaða í beinu netstreymi og varð vitni að grófu ofbeldi gegn öðrum unglingum. Málið rataði á borð lögreglunnar eftir að stúlkan deildi reynslu sinni á Tiktok.
Stúlkan og móðir hennar sögðu sögu sína í Kastljósi. Við ræðum líka við Þóru Tómasdóttur fréttamann, sem hefur rannsakað málið.

Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal fara í rannsóknarleiðangur og draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi. Hafa ljóð þýðingu í tilverunni og geta þau breytt lífi fólks? Þau skoða þætti sem ná yfir allt frá leikskólum til elliheimila, vöggu til grafar, ást til haturs, tónlist til myndlistar, göldrum til vísinda, rímum til rapps og landnámi til þessa dags. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson.
Á meðal þess sem við skoðum í þættum eru kvæðasöngur í réttum, heimur Völuspár með Jóni Gnarr og skáldskapur Högna Egils úr Davíðshúsi.
Breskt drama frá 2021 um Talithu Campbell, dóttur auðugs athafnamanns, sem er handtekin, grunuð um morð á skólasystur sinni. Lögmaðurinn Cleo Roberts er ráðin til að verja Talithu á meðan lögregla og saksóknari vinna hörðum höndum að því að sanna sekt hennar. Aðalhlutverk: Celine Buckens, Tracy Ifeachor og Joseph Payne. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd í tveimur hlutum um fornleifafund í Marokkó árið 1960. Þar fundust um 300.000 ára gamlar leifar sem vörpuðu nýju ljósi á uppruna mannsins.
Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.