Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þúsundir Íslendinga eru á þyngdarstjórnunarlyfjum á borð við Ozemic og Wegovy. Sumir læknar og vísindamenn segja lyfin byltingarkennd. Rætt var við lækni í offituteyminu á Reykjalundi um notkun þessara lyfja og þróun offitu hér á landi. Svo var fjallað um almyrkvann 2026. Fólk hefur bókað hótelgistingu með allt að 14 ára fyrirvara til að sjá almyrkvann en hann er líklegur til að laða þúsundir manna til landsins með tilheyrandi álagi á innviði. Í lok þáttar var heimsótt sýning með verkum Stórvals, en enginn málari var jafn hugfanginn af Herðubreið og hann.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Þing kemur saman á morgun, fjárlög verða kynnt í vikunni og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á miðvikudag. Þetta er síðasti þingvetur fyrir kosningar og allt undir. Flokkar skerpa línurnar og undirstrika sérstöðu sína fyrir kjósendum. Hvernig lítur þingveturinn framundan út? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fóru yfir málin í Silfrinu.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Löggur: Aldís Amah Hamilton, Gunnar Hansson og Svandís Dóra Einarsdóttir.
Bófar: María Thelma Smáradóttir, Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fjárlagafrumvarpið var kynnt í morgun undir heitinu Þetta er allt að koma. Síðdegis héldu verkalýðsfélög mótmælafund við Austurvöll undir yfirskriftinni Nú er nóg komið, þar sem kallað var eftir skýrum aðgerðum til að takast á við verðbólgu og húsnæðisvanda. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í fjárlaganefnd, voru gestir Kastljóss.
Mælingar Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að sandsílastofninn sé á uppleið. Þetta getur haft stóra þýðingu fyrir lífríkið í kringum landið og til að mynda má sjá merki um uppsveiflu í lundastofninum í Vestmannaeyjum. Við ræddum við Val Bogason fiskifræðing fyrr í dag.
Leikritið Taktu flugið, beibí! eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur sem verður frumsýnt í Kassanum á fimmtudag en það fjallar um drauma, kapphlaup og sápukúlur. Kastljós fór á æfingu og hitti höfundinn og Ilmi Stefánsdóttur leikstjóra.
Sænskir leiknir heimildarþættir frá 2023. Farið er yfir sögu Svíþjóðar frá ísöld til dagsins í dag. Yfir 300 sérfræðingar komu að gerð þessarar tíu hluta þáttaraðar þar sem sögulegir viðburðir eru endurskapaðir. Sögumaður: Simon J. Berger. Leikstjórar: Niklas Fröberg og Niklas Vidinghoff.
Önnur þáttaröð þessara bresku spennuþátta. Lana Washington er sprengjusérfræðingur hjá lögreglunni í Lundúnum. Hún hættir lífi sínu nánast daglega og þarf sífellt að vera viðbúin nýjum og breytilegum ógnum. Aðalhlutverk: Vicky McClure, Eric Shango og Nabil Elouahabi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Þriðja þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Finnskir heimildarþættir frá 2022 þar sem rætt er við fólk sem hefur orðið fyrir einhvers konar misrétti. Mansal og brot á réttindum starfsfólks er á meðal umfjöllunarefna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.