
Nellý Rapp - Skrímslaspæjari
Sænsk ævintýramynd frá 2020. Nellý er ung stúlka sem fer í sveitina til Hannibals frænda síns í haustfríinu. Hana fer fljótlega að gruna að frændinn sé ekki allur þar sem hann er séður. Þegar hún kemst að því að hann er skrímslaspæjari flækist hún í alls kyns ævintýri og þarf að glíma við drauga, vampírur og varúlfa. Myndin er talsett á íslensku. Leikstjóri: Amanda Adolfsson. Aðalhlutverk: Matilda Gross, Johan Rheborg og Marianne Mörck.