24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Ferðaþættir í umsjá útivistarhjónanna Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau ferðast með fólki um ósnortna náttúru Íslands.
Hér er gengið á og klöngrast um sjö hæstu tindana á Kili með háfjallahöfðingjanum Þorvaldi Þórssyni sem fyrstur Íslendinga kortlagði og gekk á 100 hæstu fjöll Íslands. Gengið er á ferðaskíðum, fjallaskíðum og gönguskóm á mörg af fegurstu fjöllum landsins. Í síðari hluta þáttarins er haldið með Ölmu Möller og Víði Reynissyni í kajakróður á Hvalfirði á söguslóðir Svarta dauða.
Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Heimsókn í garð Jóhönnu B. Magnúsdóttur í Mosfellsbæ. Sumarblómum plantað í ker.
Þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal. Umsjónamaður er Guðni Kolbeinsson og dagskrárgerð annaðist Björn Emilsson.

Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að spila frisbí með krökkunum. Þegar frisbídiskurinn festist á þakinu þá eru góð ráð dýr. Strákurinn hans vill nota kengúrustöngina til að hoppa nógu hátt til að ná efst á þakið, en Edda lýst alls ekki vel á það!
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Noregs og Ítalíu í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Önnur þáttaröð þessara þýsku leiknu þátta hefst á árinu 1932. Harry snýr aftur til Berlínar frá Bandaríkjunum og þau Vicky fá tækifæri til að taka upp þráðinn að nýju. Á sama tíma byrjar nasisminn að láta á sér kræla. Aðalhlutverk: Naemi Florez, Ludwig Simon og Alexander Scheer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Breskir heimildarþættir frá 2023 um gullaldartíma tennisins þegar tennisgoðsagnirnar Ashe, McEnroe, Borg, King, Navratilova og Evert réðu ríkjum.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick snýr aftur í annarri þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Brannick telur morð á spilltum endurskoðanda tengjast dularfullum leigumorðingja úr fortíðinni sem aldrei náðist. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Noregs og Ítalíu í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leik í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.