Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Tuttugasti og fjórði þáttur

Fluttar eru nokkrar sögur úr segulbandasafni því sem Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María Fransdóttir kona hans komu með úr ferð til Kanada og Bandaríkjanna þar sem þau söfnuðu viðtölum og frásögnum meðal Vestur-Íslendinga. Rætt er við Gunnar Sæmundsson, um sagnaskemmtan í Vesturheimi og Guðrún Þórðardóttir, um lækningu handa. Óli Jósefsson segir frá Kristjáni Geiteyingi, Edvarð Gíslason, fer með vísu um séra Jón Bjarnason. Kristinn Oddsson í Vancouver segir frá tungumálablöndu „Mister gripakaupmaður", Bergþóra Sigurðsson í Vancouver, segir frá því sama "Senda konu kall klukkan 10" ; Eðvarð Gíslason frá Nýja Íslandi, talar um sögur. Einnig er rætt við Gísla Sigurðsson á Árnastofnun um útgáfu á safninu sem hann vinnur og Vestur-Íslendinga samtímans, en Gísli var við nám í Kanada.

Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir.

Frumflutt

1. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Fjallað um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Lesið úr bréfum og frásögnum sem birtust í blöðum og bókum.

Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir.

(Áður á dagskrá 1996)

Þættir

,