Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Tuttugasti og fyrsti þáttur

Rætt er við Mörð Árnason sem segir frá nefnd um samstarf við Vestur-Íslendinga en hún starfar á vegum utanríkisráðuneytisins og vinnur skrásetningu Kanada- og Bandaríkjamanna af íslenskum ættum. Í nefndinni sitja auk hans Vésteinn Ólason, Haraldur Bessason, Steinn Lárusson og Bjarni Sigtryggsson. Inn á milli er skotið sögum úr ferð Hallfreðar Arnar Eiríkssonar vestur um haf, fyrir tæpum aldarfjórðungi. Gunnar Sæmundsson segir frá hversu stórir og þrekmiklir Íslendingar þóttu og segir svo sögu af Sigurbirni Johnsen.

Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir.

Frumflutt

3. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Fjallað um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Lesið úr bréfum og frásögnum sem birtust í blöðum og bókum.

Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir.

(Áður á dagskrá 1996)

Þættir

,