Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Fjórtándi þáttur

Flutt eru tvö brot úr segulbandasafni því sem Hallfreður Örn Eiríksson og kona hans Olga Fransdóttir söfnuðu meðal Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum 1972-73. Þetta safn er í eigi Árnastofnunar. Guðjón Árnason og Eðvarð Gíslason segja frá landnámi Íslendinga í Nýja-Íslandi. Rætt er við Harald Ólafsson, mannfræðing, um þann helgisagnablæ sem er á sögnum fólks um landnámið og samanburð við landnámssögur Rómverja, Ísraela og Íslendinga. Sigurður Pálsson les úr ljóðaflokki sínum „Ljóðnámuland".

Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir.

Frumflutt

15. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Fjallað um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Lesið úr bréfum og frásögnum sem birtust í blöðum og bókum.

Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir.

(Áður á dagskrá 1996)

Þættir

,